Hvað er það sem þjóðarleiðtogar ESB óttast ?

Viðbrögð þjóðarleiðtoga ESB eru vægast sagt undarleg. Þegar forsætisráðherra Grikklands vill láta lýðræðið ráða för, láta þegna lands síns ákveða hvort farið skuli að kröfum ESB, ætlar allt vitlaust að verða meðal þjóðarleiðtoga annara landa ESB. Og auðvitað taka fulltrúar bankanna undir með þeim.

En hvað er það sem þessir leiðtogar óttast? Er það sú staðreynd að Gríska þjóðin sjái í gegnum þessa svokölluðu "björgunarleið? Að Grikkir séu ekki tilbúnir að halda áfram að láta aðrar þjóðir stjórna sér? Að Gríska þjóðin átti sig á að þessi "björgun" er fyrst og fremst ætluð bönkum annara landa en Grikklands?

Ef þessi "björgunarpakki" er svo góður sem sumir vilja meina, ættu þjóðarleiðtogarnir sem sömdu hann ekki að óttast neitt. Þá hlóta almennir kjósendur í Grikklandi að átta sig á þeim sannleik og því ættu leiðtogarnir að vera fegnir því að kosið verði. Staðreyndin er að þessir leiðtogar vita sem er að þessi "björgunarpakki" er ekki ætlaður Grikkjum, heldur bönkum annara landa ESB. Þeir vita einnig að Gríska þjóðin veit þetta. Þess vegna vilja þeir ekki að lýðræðið fái notið sýn, ekki í þessu máli og yfirleitt ekki í neinu máli!

Það er vissulega ljóst að Grikkland mun falla djúpt ef "pakkinn" verður felldur og mun að öllum líkindum lenda í þjóðargjaldþroti með tilheyrandi hörmungum. Það er jafn ljóst að ef "pakkinn" verður samþykktur mun hagur hins almenna Grikkja lítið breytast. Hann mun áfram búa við mikið atvinnnuleysi og skerðingar á allan hátt. Líklega mun hagur þeirra verða litlu betri en við þjóðargjaldþrot.

Munurinn er hins vegar sá að ef "pakkinn" verður felldur mun Grikkland falla á botninn og geta síðan unnið sig upp aftur. Verði hann samþykktur mun Grikkland hanga rétt yfir botninum um fyrirsjáanleg framtíð og gersamlega útilokað fyrir það að vinna sig frá vandanum. Grikkland mun þá verða upp á náð og miskun annara ESB ríkja svo langt sem augað eygir. Það er ekki beint uppbyggjandi hlutskipti!

Auðvitað vita allir að "björgunarpakkinn" er fyrst og fremst ætlaður bönkum og fjármálastofnunum ríkja ESB, annara en Grikklands. Hann er fyrst og fremst hugsaður til að setja plástur á mein evrunnar, í von um að hún tóri nokkrum mánuðum lengur. Þessi "pakki" er ekki ætlaður til að bjarga Grikkjum, einungis að halda líftórunni í þeim, með ströngum skilyrðum sem gerir með öllu óhugsandi fyrir Grikkland að vinna sig út úr vandanum.

Falli Grikkland, munu árásir fjármálaheimsins beinast að Ítalíu og Spáni. Þau ríki er veikust fyrir núna og því auðvelt að setja þau í svipaða stöðu og Grikkland. Egnahagskerfi þessara ríkja eru þá margfallt stærri en Grikklands og með öllu útilokað að ESB geti varið þau. Þá er ljóst að falli Grikkland munu margir bankar í Evrópu falla á eftir. Franskir bankar eru þó í sérstakri áhættu, enda hafa þeir lánað mest til Grikklands. Því mun staða Frakklands verða tæp, svo eðlilegt er að Sarkoxy sé hræddur. Hann hugsar auðvitað fyrst og fremst um hag eigin ríkis.

Það er ljóst að nú er unnið hörðum höndum gegn því að ákvörðun Papandreou nái fram að ganga. Hann hefur verið boðaður á fund um málið og verður örugglega lagt hart að honum að draga til baka þessa ákvörðun. Í Gríska þinginu er einnig unnið hart gegn honum, en alvarlegast er þó að svo virðist sem menn séu farnir að óttast byltingu Gríska hersins. Að fá herforingjastjórn yfir Grikkland aftur væri það versta í stöðunni. Þá er sá hernaðarlegi friður sem ríkt hefur í Evrópu um nokkura ára skeið fyrir bí. Það gæti leitt af sér enn frekari átök, átök sem gætu hæglega borist til fleiri ríkja Evrópu.

Hver endir þessa máls verður er ekki gott að segja. Næstu dagar munu skera úr um hvort hernaður brýst út, hvort Papandreou verður látinn draga til baka sína ákvörðun, eða hvort lýðræðið fái að njóta sín.

 


mbl.is Björgunarpakkinn eina leið Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er óhugnanlegt Gunnar að finna alla forsjárhyggjuna sem fylgir þessu dæmi. Ef góður guð er til fá Grikkir að kjósa, verða ekki stoppaðir, og kjósa yfir sig manndóm, fremur en þjónkun við þessa Mammonsmaskínu sem ESB er.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2011 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband