Hvorki gengur né rekur í feni evrunnar

584112Hver höndin er nú upp á móti annarri innan ESB. Evruríkjunum gengur ekkert að komast að niðurstöðu um hvernig þau geti komist upp úr feninu og hinum 10 ESB ríkjunum sem eru svo heppin að hafa ekki evruna sem gjaldmiðil, er farið að líða illa innan þessa bandalags. Þeim finnst þau vera afskipt.

Leiðtogar evruríkjanna eru farnir að uppnefna hvern annan opinberlega og ekki hægt að sjá að vilji eða geta þeirra til lausnar vandans sé fyrir hendi. Merkel og Sakozy, sem hingað til hafa drottnað yfir sambandinu, eru bundin í báða skó, Merkel er komin með eigið þjóðþing á axlirnar og bankar Frakklands sitja í kjöltu Sarkozy. Aðrir leiðtogar evruríkja eru búnir að fá nóg, enda ljóst að þau tvö hafa ekki það sem þarf til að leysa vandann.

Bretar vilja kjósa um áframhald aðildar og undir það hafa margir háttsettir menn tekið, bæði á stjórnmálasviðinu sem fjármálasviðinu. Þessir aðilar eru búnir að átta sig á að ESB er fyrst og fremst um evruna og það er alls ekki ætlun þeirra að kasta pundinu fyrir róða. 

Grikkland er sokkið í fenið og verður ekki bjargað, nú er leitað leiða hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að önnur lönd evrunnar sökkvi á eftir. Miðað við þann tíma sem tók að átta sig á vanda Grikkja, sem sumir hafa reyndar ekki enn séð, en það er væntanlega sér íslenskt fyrirbrigði bundið við einn íslenskan stjórnmálaflokk, miðað við hversu rangar ákvarðanir voru teknar til hjálpar Grikkjum, er ljóst að ekki verður aftur snúið. Evrulöndin eru þegar of langt sokkin til að þau geti náð landi aftur. Ítalía er sokkið upp að hálsi og á skammt eftir, líf Frakklands er úti ef ekki næst að sjúga nokkur hundruð milljarða evra úr þegnum evruríkja til bjagar frönskum bönkum.

Eina von þessara landa nú er utanaðkomandi hjálp, að einhver kasti líflínu til þeirra og dragi þau upp úr feninu. AGS hefur verið nefndur í því sambandi, en hjálp frá honum verður örugglega bundið ströngum skilyrðum, þeim skilyrðum sem ráðamenn evruríkjanna hafa ekki viljað hlusta á hingað til, þ.e. að annað hvort verði ríki evrunnar sameinuð í eitt stórríki með sameiginlega efnahagsstefnu eða evrunni kastað fyrir róða svo drátturinn upp úr feninu verði örlítið léttari.

Forsætisráðherra Íslands sér þann eina kost fyrir sitt land og sína þjóð að elta þessi ólánsömu ríki, sem höfðu ekki vit til að forðast fenið, hún vill stökkva útí til þeirra og sökkva í sælufenið með þeim.

 


mbl.is Engin niðurstaða í evruviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband