Ekki gagnkvæmt stolt

Það er ekki gagnkvæmt það stolt. Flestir Íslendingar fyrirverða sig fyrir þessa konu, framkoma hennar við land og þjóð er til skammar.

Jóhanna Sigurðardóttir lifir í eigin hugarheimi, sá heimur á ekkert skylt við raunveruleikann. Það ber ræða hennar glöggt vitni, þar sem hún snýr staðreyndum á hvolf og beinlínis lýgur að flokksfélugum sínum.

Það er ljóst að enginn Íslndingur utan Samfylkingar er stoltur af Jóhönnu og samkvæmt skoðanakönnun er einungis einn þriðji kjósenda þess flokks stoltir af henni. Þar sem Jóhönnu hefur tekist að minka fylgi Samfylkingar niður í nærri fjórðungs fylgi kjósenda og einungis þriðjungur þess fylgis vill hana áfram sem formann, er ljóst að Jóhanna nýtur einungis hylli innan við 10% þjóðarinnar.

Það þarf kjark eða heimsku til að hæla sér af slíkum afrekum. Menn geta svo spáð í hvort heldur er í hennar tilfelli!

 


mbl.is Stolt af því að vera formaður áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég hafi í upphafi gert mér vonir um þessa ríkisstjórn sem mynduð var eftir Hrunið.

Þá mun ég aldrei fyrirgefa forystu Samfylkingarinnar ESB þjónkunina og að hafa platað VG forystuna til að styðja þetta andþjóðlega og fjandsamlega ESB ferli sem hefur sett sundurlyndisfjandann í öndvegi meðal þjóðarinnar og sundrað þjóðinni og eyðilagt íslensk stjórnmál.

Segðu af þér kerling, við höfum fengið nóg af þér, burt með þessa uppgjafar- og landsölu ríkisstjórn !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 17:39

2 identicon

Sæll.

Maður spyr sig hvort hún og hennar flokkur búi í sama veruleika og við hin?

Nýjasta afrekið er auðvitað það að fæla Alcoa frá Bakka og það versta var auðvitað að HA forstjóri LV spilar með, hann þarf að fara um leið og ný ríkisstjórn tekur við.

Helgi (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 18:12

3 identicon

Helgi (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 18:12.

Álver á bakka var út úr kú og hefði aldrei komist á koppinn hvort eð var. Sama hver hefði verið við stjórnvölinn. Húsvíkingar fá kannski eitthvað annað og hentugra en stórt álver.

poppi (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 09:59

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hafi álver á Bakka aldrei verið raunhæfur möguleiki, hvers vegna notuðu þá Jóhanna og Steingrímur það sem eina af stæðstu stærðunum í samvinnunni við AGS?

Hafi álver á Bakka aldrei verið raunhæfur möguleiki, hvers vegna var Alcoa þá að nota milljarða króna vegna undirbúning þess?

Staðreyndin er einföld, álver á Bakka var raunhæfur möguleiki, þar til þessi ríkisstjórn tók við. Þá datt botninn úr þeim möguleika, þar sem vilji stjórnarinnar var ekki fyrir hendi.

En tvískinnigur ríkisstjórnarinnar er þó svo mikill að jafnvel þó hún berðist gegn þessu álveri var allt í lagi að nota hugsanlega byggingu þess í áætlunum þeim sem lagðar voru fyrir AGS!

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2011 kl. 10:36

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú hefur þetta álver verið slegið af og vonandi að Húsvíkingar fái "eitthvað annað". Hvað þetta "annað" á að vera liggur þó ekki enn fyrir. Vandinn er að það sem koma á í staðinn, þetta "eitthavð annað", þarf að vera það stórt að hagkvæmt sé að hefja vinnslu orkunnar og koma henni á staðinn. Það minnkar verulega möguleikana á því hvað þetta "eitthvað annað" getur verið.

Gunnar Heiðarsson, 23.10.2011 kl. 10:40

6 identicon

Samkvæmt síðasta þjóðarpúlsi Gallup studdu tæp 22% Samspillinguna og ef eingöngu þriðjungur samspillingarmanna eru stolt af Jóhönnu þá er það rétt rúmlega 7% þeirra sem taka þátt í þjóðarpúlsinum sem ætti að endurspegla þjóðina.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband