Endalokin nálgast, feigðarlanið á enda

Þessi tillaga er með ólíkindum, svo ekki sé meira sagt og varla munu fjárfestar kætast vegna hennar.

Að ætla að banna fréttaflutning af ástandi evruríkjanna staðfestir að vandinn er mun meiri en áður hefur verið haldið fram. Það leysir ekki vandann að sópa honum undir rúm, þvert á móti eykur það vanda evruríkjanna.

Evran hefur átt undir vök að verjast. Þar koma einkum til tvær ástæður. Þessi tilraun er misheppnuð og ráðamenn hafa ekki kjark til að taka á vandanum.

Tilraunin með einn gjaldmiðil í Evrópu var dauðadæmd strax í upphafi, þar sem hún gekk út á einn gjaldmiðil yfir mörg hagkerfi. Þetta gengur einfaldlega ekki upp, það hefur marg oft verið reynt að tengja saman gjaldmiðla ríkja og aldrei gengið upp. Það skelfilega við þessa tilraun er að hún mun bitna á öllum heiminum, ekki bara evruríkjunum. Til að gjaldmiðill geti dafnað verður að liggja að baki honum eitt hagkerfi, enda var það hugsunin við upphaf þessarar tilraunar, þótt menn hafi skort kjark til að ganga alla leið.

Þegar ljóst var að ætlunin væri að taka upp þennan gjaldmiðil, fara í þessa tilraun, án þess að sameina hagkerfi þeirra ríkja sem að honum stæði, skrifuðu 155 virtir hagfræðingar bréf til ráðherraráðs ESB og bað þá lengstra orða að fresta þessu. Þetta væri feigðarflan. Ekki var hlustað á rök hagfræðingana, enda þá sem nú að stjórnmálamenn töldu sig hæfari en fræðingarnir!

Og enn telja stjórnmálamennirnir sig vita betur og til að komast hjá gagnrýni ætla þeir að fela sig og vanda sinn undir rúm, í von um að vandinn hverfi. Enn á að hundsa ráðgjöf þeirra sem ættu að vita betur.

Þessi ákvörðun segir okkur hversu vonlaus baráttan er orðin, hversu langt frá lausn vandans ráðamenn evruríkjanna eru.

Þó þessi lausn sé gjörsamlega út úr kú, þá er vonandi að einhver lausn finnist og að ráðamenn Evrópu hljóti þann kjark sem þarf til að framkvæma hana. Vandi heimsbyggðarinnar er næg fyrir þó ekki bætist við hrun evrunnar.

Þær lausnir sem í boði eru, eru einungis tvær: Að hætta evrutilrauninni, eða sameina evruríkin í eitt ríki. Hvort síðari kosturinn sé enn til staðar eru þó skiptar skoðanir um.

Hvor leiðin sem valin verður, kallar á mikinn kjark ráðamanna. Ef sá kjarkur er ekki til staðar er spurning hvort koma þurfi til utanaðkomandi íhlutun, hvort taka þurfi ráðin af evruríkjunum öllum!!

Í öllu falli er það yfirklór sem hingað til hefur verið notað og tillögur sem þessi, ekki vænlegt til árangurs. Meðan ekki er gengið til verks af fullum krafti, eykst vandi evruríkjanna og þar með vandi heimsins.

 


mbl.is Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband