Pólitísk ráðning
16.10.2011 | 18:23
Því hefur verið haldið fram, einkum af þingmönnum Samfylkingar, að pólitískar ráðningar eigi að heyra söguni til.
En pólitísk ráðning getur verið á báða vegu, að maður sé ráðinn til vinnu vegna pólitískra tengsla sinna og að maður fái ekki ráðningu vegna slíkra tengsla.
Svo virðist sem þingmenn Samfylkingar og VG ætli að beyta þessari pólitík gegn Páli Magnússyni, að hafna honum á grundvelli pólitískra tengsla hans. Það er jafn mikil pólitísk afskipti og ef ráðinn er maður í starfið vegna pólitískra tengsla sinna.
Stjórn bankasýslunnar taldi Pál hæfastann í starfið og hefur rökstutt það fyrir ráðherra og Alþingi. Hvort það mat er rétt legg ég ekki dóm á. Það kemur þó á óvart að það er talið Páli til ágætis að hafa verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, þegar gömlu bankarnir voru einkavæddir. Er það kanski vegna þess að stjórn bankasýslunnar er að lýsa yfir því að einkavæðing nýju bankanna hafi verið svo mikið verri en þeirra gömlu? Að nauðsyn sé að fá mann sem stóð að fyrri einkavæðingunni til að kenna mönnum verkið? Að Steingrími Sigfússyni hafi tekist svo herfilega við sína einkavæðingu?
Það er ljóst að Páll sótti um þetta starf, ásamt fleirum. Hann var ráðinn og því hlýtur stjórn bankasýslunnar að bera ábyrgð á því. Það er því við þá stjórn að sakast, ekki Pál. Hann getur lítið gert við því að stjórn bankasýslunar telji hann hæfastann. Hann hefur væntanlega sótt um þetta starf vegna þess að hann taldi sig ráða við það.
Því munu öll afskipti þingmanna, ákveðinna stjórnmálaflokka, sem leiða til þess að Páll hljóti ekki þessa ráðningu, að teljast pólitísk ráðning. Ef þingmenn eru ósáttir við störf stjórnar bankasýslu ríkisins, þá skipta þeir út þeirri stjórn. Það er svo nýrrar stjórnar að ákveða hvort Páll verður rekinn eða fær að halda starfinu. Þingmenn hafa ekkert með það að gera hverja stjórnir einstakra stofnanna ríkisins ræður, þeir hafa einungis yfir sjálfum stjórnum þeirra að ráða.
Það er greinilega kominn tími til að siða þingmenn stjórnarflokkanna svolítið, og kenna þeim hvað þeim ber og hvað ekki.
Valdi fylgir mikil ábyrgð og þá ábyrgð höndla þessir þingmenn engan veginn!
![]() |
Þingmenn vilja ekki Pál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.