Icesave hefur verið lent

Af hálfu Íslands var icesavedeilunni lent þann 9. apríl 2011. Þjóðin hafnaði þessari kröfu og því er það gagnaðilans að ákveða hvort hann telur sig hafa lagaleg rök fyrir málshöfðun og fara þá leið.

Þjóðin hafnaði að taka á sig skuldbindingar einkafyrirtækis, ekki einusinni heldur tvisvar. Ef ríkisstjórnin og formaður utanríkismálanefndar getur ekki komið þeim skýru skilaboðum til þeirra erlendu aðila sem telja sig málið varða, eru þeir ekki starfi sínu vaxnir.

Allan tímann frá hruni hefur því verið haldið fram að icesave og ESB umsóknin séu sitthvort málið og algerlega aðskilin. Samt hafa allir vitað að þessi mál væru samtvinnuð. Stöku sinnum hefur heyrst frá Brussel að þau væru það, en nýútkomin stöðuskýrsla ESB um framgang aðildarviðræðna Össurar, sannar svo ekki verður um villst að þessi mál tengjast órjúfanlegum böndum.

Það var enda vegna þeirra tengsla sem ríkisstjórnin gerði ýtrekaðar tilraunir til að hlekkja þjóðina í höft þessarar kröfu Breta og Hollendinga. Tvisvar var kröfunni hafnað af íslensku þjóðinni. Þessi ákafi stjórnvalda skapaðist af því einu að þau vissu að þetta mál væri samtvinnað ESB umsókninni.

Árni Þór segir nú að það verði að lenda þessari deilu. Hvað á hann við með því? Ætlar hann í eina samningalotuna enn um þetta mál? Ætlar hann að fá enn eina niðurlæginguna frá þjóðinni, þegar hún hafnar svo þeim samning?

Vilji þjóðarinnar er skýr og stjórnvöldum ber að fara að þeim vilja. Einfaldara getur það ekki verið. Ef það veldur því að aðildarviðræður okkar stranda, er það einungis bónus. Þeim bónus ætti Árni Þór að vera manna fegnastur, ef hann vill fara að vilja sinna kjósenda.

Það er annars magnað að ríkisstjórn sem hefur verið gerð afturreka með lagafrumvarp af þjóðinni tvisvar sinnum, skuli enn vera við völd. Þetta lýsir best þeirri vitfyrringu sem ríkir á stjórnarheimilinu og sannar að ekkert hefur breyst frá því fyrir hrun.

Sjálhverfir og siðblindir einstaklingar stjórna landinu!!

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að ef síðasti icesavesaningurinn hefði verið samþykktur, sá þeirra sem átti að vera bestur og stjórnvöld fullyrtu að myndi ekki kosta þjóðina nema mesta lagi 20-30 milljarða, jafnvel ekkert, að ef sá samningur hefði verið samþykktur af þjóðinni væri nú þegar búið að færa fé úr ríkissjóði til kröfuhafa upp á litla 40 milljarða króna. Það fé hefði þurft að taka að láni að öllu leyti erlendis.

Hvernig liti fjárlagafrumvarpið þá út? Hverjar væru skerðingarnar í heilbrigðiskerfinu þá?

ESB aðlögunin er þegar búin að kosta okkur mikla fjármuni, fjármuni sem eru teknir úr grunnþjónustu landsins. Ef það á að skrifa undir óútfylltann víxil sem enginn veit hvort muni hljóða upp á tugi eða hundruði milljarða, til þess eins að halda þessu ferli áfram, svo hægt verði að fá aðildarsamning fyrir þjóðina að fella, er betra að ferlið stöðvist strax!!


mbl.is Verður að lenda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekki rétt að ríkissjóður hefði þurft að greiða 40 milljarða á þessu ári efði Icesave samningurinn verið samþykktur. Í apríl voru til 22 milljarðar í innistæðutryggingasjóði og hefðu þeir fyrst verið notaðir upp í þessar greiðslur áður en greiðslur úr ríkissjóði hefðu komið til.

Í staðinn er þessi deila enn óleyst og er að fara fyrir dómstóla. Það eru talsverðar líkur á að niðurstaða dómsmáls verði mun meiri kostnaður en hefði orðið ef samningurinn verði samþykktur.

Öll aðlögun okkar að ESB reglum sem hefur farið fram og stendur til að fari fram er vegna EES samningsins. Það á engin, ég endurtek engin, aðlögun að ESB reglum sér stað hér á landi vegna ESB umsóknar okkar.

Sigurður M Grétarsson, 15.10.2011 kl. 12:16

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Sigurði. Málið er ennþá óleyst og er að fara fyrir dómstóla.

Það er best að halda sig við staðreyndir í þessu máli.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.10.2011 kl. 15:13

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega eru til 22 milljarðar í innistæðutryggingarsjóð, en með því að tæma hann er verið að færa ábyrgð yfir á ríkissjóð, svo það kemur í sama stað niður.

Deilan er leyst, þ.e.a.s. af okkar hálfu. Ef Bretar og Hollendingar vilja og telja sig geta, haldið áfram þá gera þeir það. Ekkert hefur þó enn komið frá þeim formlega á þann veg.

Það eina sem heyrist um þetta mál kemur frá íslensku ríkisstjórninni og stækkunarstjóra ESB.

Við skulum heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að það var vegna aðildar okkar að EES sem við þurftum að taka upp ófullkomnar reglur frá ESB, reglur sem gerðu mönnum kleyft að blása hér út bankakerfið langt umfram getu hagkerfis okkar. Því er von að flestir innan ESB tali sem minnst um þetta mál, enda ljóst að ef reglugerðin verður túlkuð á þann veg að þjóðríkin séu skuldbundin til að tryggja tryggingasjóðinn, munu flest ríki ESB fara á hausinn.

Nægur er vandi evruríkjanna samt!

Hvort Betar og Hollendingar fari áfram með þetta mál og krefjist dómsniðurstöðu, er óvíst enn. Vissulega ættu þeir að gera það, til að eyða þeirri óvissu sem um reglugerðina hefur ríkt. Það er þó hætt við að t.d. Frakkar væru ekki hrifnir af slíku dómsmáli, þeir munu óttast niðurstöðuna. Það er nefnilega ljóst að EF dómurinn félli á þann veg að við ættum að greiða kröfur Breta og Hollendinga, er Frakkland hrunið. Það mun aldrei geta tryggt innistæður sinna banka.

Og það eru mörg ríki innan ESB sem verr er statt fyrir en Frakklandi.

Gunnar Heiðarsson, 15.10.2011 kl. 20:52

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvaða dómstól er þetta að fara fyrir S&H? ESA dómstólinn? Vissulega getur verið að það fari fyrir hann, en sá dómstóll hefur ekki vald til að dæma um þetta, getur einungis gefið ráðgefandi álit.

Niðurstaða þess dómstóls mun því litlu breyta fyrir okkur, en gæti breytt miklu fyrir margar þjóðir Evrópu. Ef ESA dæmir okkur í óhag mun það vissulega styrkja Breta og Hollendinga, en þá komum við aftur að fyrri athugasemd minni.

Gunnar Heiðarsson, 15.10.2011 kl. 20:57

5 identicon

Vextir skv. icesave 1 voru ca. 50 milljarðar á ári, það gera 50 milljarða fyrir 2009, 50 milljarða 2010 og 50 milljarða 2011. Vextir mynda ekki kröfu í þrotabú, þó þrotabú gamla LÍ hefði getað borgað icesave margfalt til baka hefði ekki verið hægt að gera kröfu í þrotabúið fyrir vöxtunum. 150 milljarða ætluðu VG og S að láta þjóðina borga á þremur árum án þess að leita réttar síns fyrir dómstólum. Ótrúlegt að enn sé til fólk sem sér ekki hversu galið þetta var.

Varðandi annað bull frá þessum Sigurði, aðlögun að EES samningunum var að mestu lokið fyrir 15 árum.

Brjánn (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 00:31

6 Smámynd: Elle_

Já, ótrúlegt að enn skuli vera fólk sem ekki skilur hvað ICESAVE krafan og kúgunarsamningur ICESAVE-STJÓRNARINNAR var galinn.  Og það eru E-sambandssinnar sem ýmist ekki vilja skilja það eða hreinlega skálda.  Við borgum ekki eyri í ICESAVE.  Þeir sem það vilja gera það.   

Elle_, 16.10.2011 kl. 21:52

7 Smámynd: Elle_

Og ég skil ekki hvernig Árni Þór heldur sig ætla að ´lenda ICESAVE´.  Kannski hann eigi fullt af peningum?  Málið er bara óleyst hvað ESA og Evrópusambandssinna varðar, pólitískur þrýstingur.  Og hafi Bretar og Hollendingar ætlað fyrir dóm, ætli þeir væru ekki löngu búnir að gera það?  Þeir mundu ekki þora að fá yfir sig ríkisábyrgð allra banka sinna.  

Elle_, 17.10.2011 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband