"Verður ekki fortjóri Bankasýslu"

"Verður ekki forstjóri Bankasýslu", þannig hljóðaði fyrsta frétt í sjónvarpsfréttum Rúv í gærkvöldi.

Tilefni fréttarinnar er að mikil andstaða er gegn ráðningunni innan stjórnarflokkanna og fullyrt að enginn þingmaður þeirra vilji að Páll fái stöðun, vegna tengsla sinna við Framsóknarflokkinn. Þó kemur einn ráðherra í útvarpið í morgun og segir að "það sé full langt seilst að meina Páli að þiggja starfið".

Bankasýsla ríkissins á að vera stofnun óháð afskiptum stjórnmálamanna. Þetta lagði fjármálaráðherra mikla áherslu á fyrir rétt rúmum tveim árum síðan. Nú vilja þingmenn stjórnarflokkanna breyta eðli Bankasýslunnar og gera hana hápólitíska.

Helgi Hjörvar, fyrrverandi bóksali, sagði á Alþingi að ráðningin væri hneyksli. Ekki rökstuddi hann orð sín frekar, að öðru leyti en að Páll hefði verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, en það taldi stjórn Bankasýslunnar einmitt vera Páli til hagsbóta.

Fréttin sem slík er undarleg og hvernig málið er flutt. Fyrst er fullyrt að Páll muni ekki hljóta starfið, þó búið sé að ganga frá ráðningunni, þá eru pólitísk tengsl nefnd en ekkert nefnt hæfi, það er tekið sem sjálfsagt að þinmenn hafi afskipti af því sem liggur langt utan þeirra valdsviðs og loks eru uppi spádómar um með hvaða hætti hægt er að koma honum frá. Þetta er litaður fréttaflutningur, litaður af pólitík, eins og svo margar fréttir frá þessari stofnun, sem á þó lögum samkvæmt að vera hlutlæg.

Ekki hefur fréttastofa Rúv fyrir því að nefna hverjir aðrir sóttu um stöðuna, hvort þeir hafi einhver pólitísk tengsl og þá hver. Ekki er hæfi þessara umsækjenda borið saman. Einungis er ráðist gegn Páli Magnússyni og það á grundvelli pólitískra tengsla, ekki hæfis.

Um trúverðugleik Bankasýslunnar er hægt að hafa mörg orð, en hvort skaðar þann trúverðugleik meira, að ráðinn sé forstjóri yfir hana sem engin tengsl hefur við sitjandi ríkisstjórn, eða afskipti þingmanna af stofnuninni?

Það er annars merkilegt að einn af kostunum sem stjórn Bankasýslunnar sá í Páli var að hann var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þegar gömlu bankarnir voru einkavæddir. Þetta er ekki hægt að skilja á annan veg en gagnrýni á fjármálaráðherra og hvernig hann stóð að einkavæðingu þeirra nýju. Þar sneiddi Steingrímur fimlega framhjá Bankasýslunni, sem átti þó að sjá um þann gjörning.

http://www.ruv.is/frett/verdur-ekki-forstjori-bankasyslu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband