Stjórnarskrárvarinn eignaréttur ?

Er stjórnarskráin eingöngu fyrir fjármálastofnanir? Árni Páll segir að skýrt hafi verið gengið frá því í lagasetningunni að ekki yrði gengið á eignarrétt kröfuhafa. En hvað með eignarrétt lánþega? Er hann ekki stjórnarskrárvarinn?

Hvernig stendur á því að bankanum mínum hefur nú verið fært það fé sem ég hef sparað á mínum starfstíma og hafði lagt í íbúð mína? Hver er eignarréttur minn? Er hann ekki stjórnarskrárvarinn?

Hvers vegna á ég að taka á mig það tjón sem varð við fall bankanna, en ekki bankinn?  Hvers vegna er eignarréttur bankans meiri en minn?

Við skulum heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að bankahrunið varð til vegna sukks í bankakerfinu og vegna þess að eigendur og stjórnendur bankanna sóuðu sjóðum landsmanna!

Ekki var ég í fasteignabraski erlendis. Ekki var ég að kaupa og selja flugfélög fyrir lánsfé úr bönkunnum. Ekki keypti ég snekkjur eða þotur fyrir lánsfé úr bönkunnum. Ekki hélt ég afmælisveislur fyrir tugi miljóna króna.

Hvers vegna þarf ég þá að sjá eftir ævisparnaði mínum, sem ég hafði fest í íbúð minni, til bankanna?

Hvers vegna á almennigur að taka á sig skömm nokkura einstaklinga? Hvers vegna á almenningur að fjármagna sukkið sem þessir einstaklingar stóðu fyrir, án þess að eiga eina krónu fyrir því?

Það væri hægt að halda svona endalaust áfram og spyrja spurninga, spurninga sem enginn þorir að svara.

En megin málið er að einhverra hluta vegna þá metur Árni Páll eignarrétt bankanna meira en eignarrétt almennings. Það er alvarlegt mál.


mbl.is Endurskoði gengislánalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband