Röng fyrirsögn, röng frétt
11.10.2011 | 13:37
Fyrirsögn fréttarinnar er röng, það hafa ekki verið afskrifaðir 164 milljarðar.
Í fréttinni segir að lán hafi verið færð niður um 164 milljarða. Af þeirri tölu séu 131 milljarður vegna gengistryggðra lána.
Það er gjörsamlega út í hött að tala um afskriftir eða jafnvel niðurfærslur vegna óöglegrar starfsemi bankanna. Það hlýtur alltaf að kallast leiðrétting. Þeta er eins og að segja að kaupmaðurinn sem endurheimtir það sem ræninginn stal frá honum, hafi verið að fá þær eigur í plús í sitt bókhald.
Þetta er algjörlega glósrulaus fréttaflutningur!
Ef þessar tölur eru réttar, sem reyndar er stórlega hægt að efst um, þó ekki sé nema vegna þess hvaðan þær koma, hefur leiðrétting vegna gengistryggðra lána verið 131 milljarður og aðrar leiðréttingar vegna stökkbreytinga lána og forsemdubrest þeirra er einungis komin í 33 milljarða, eða sem svarar örlitlu broti þess "hagnaðar" sem bankar hafa sýnt frá hruni.
Það vantar enn mikið upp á leiðréttingu lána almennings.
Það er alveg sama hvað fjármálastofnanir og greiningadeildir þeirra mála hlutina fallega, undir málningunni er enn sami skíturinn og sóðaskapurinn og áður. Ekkert hefur breyst.
164 milljarðar afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á hvaða bókhaldsreikning myndir þú færa niðurfærlsur lána?
Er það niðurfærslureikningur eða afskriftarreikningur?
Þetta er rétt í fréttinni því þetta var eignfært.
Freðfinnur (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 13:54
Að mínu mati er þetta rétt. Það var ákv. svigrúm til niðurfærslna en þega gengisþvargið kom til - þá minkaði svigrúmið.
þetta dómaþvarg með gengislánin var í raun til stórtjóns í heildinna séð og allt þetta óraunsæi sem ýmis samtök á vegum framsjalla haf verið með - hafa í raun líka verið til tjóns. Hafa tafið og hindrað skuldaleiðréttingar og spunnið upp eitthvað alóraunhæft. Enda þessi samtök sennilega aðallega stofnuð til að vega að núv. stjórnvöldum.
því miður er þetta svona. Svona vinna framsjallar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.10.2011 kl. 14:17
"Freðfinnur", heimilin fengu leiðréttingu en bankinn þurfti ekki að gera bókhaldslega leiðréttingarfærslu hjá sér. Málið er að lánin voru ekki bókfærð á nema 55 ma.kr. í reikningum bankanna um áramót. Reyndu nú að færa 55 ma.kr. niður um 92 ma.kr. Það gengur dálítið illa, ekki satt. Fyrir hrun, þ.e. 30.9.2008, voru gengistryggð húsnæðislán til heimilanna skráð á 107,5 ma.kr. önnur gengistryggð lán heimilanna voru færð á um 164,4 ma.kr. samtals gerir þetta 272 ma.kr. Bætum síðan Frjálsa og öðrum lánafyrirtækjum við og staðan er um 320 ma.kr. Hugsanlega hefur þessi tala verið færð niður um 92 ma.kr., ég ætla ekki að útiloka það, en að það séu húsnæðislán heimilanna er ekki fræðilega mögulegt. Þessir 272 ma.kr. sem voru hjá viðskiptabönkunum í lok sept 08 stóðu í 145,7 ma.kr. mánuði síðar. Lækkun um 126 ma.kr. Af þessum 145,7 ma.kr. voru um 6 ma.kr. vegna SPRON, þannig að eftirstanda innan við 140 ma.kr. Nú hefur annað að tvennu gerst: A. 92 ma.kr. eru ekki bara vegna húsnæðislána og þá vantar ennþá talsvert upp á að tölur gangi upp. B. 92 ma.kr. er vegna húsnæðislána og ennþá meira vantar upp á að tölur gangi upp.
Morgunkorn Íslandsbanka vinnur umfjöllun sína upp úr skýrslu Árna Páls sem fylgdi fjárlagafrumvarpi. Frétt Morgunblaðsins er nánast orðrétt tilvitnun í það sem Morgunkorn Íslandsbanka segja. "Fréttin" er því endursögn en ekki frétt. Gott væri ef blaðamenn myndu temja sér gagnrýna hugsun áður en þeir taka svona hluti upp.
Marinó G. Njálsson, 11.10.2011 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.