Það er séð hvert stefnir

Angelu Merkel og Niculas Sarkozy tókst að ró markaði, enn eina ferðina. En þetta er lognið á undan storminum. Í raun kom ekkert fram á fundi þeirra um helgina, annað en að þau hefðu ákveðið að vera sammála... seinna.

Það er ljóst hvert stefnir. Ekki er lengur rætt um björgun Grikklands, einungis hvernig bönkum verði bjargað, væntanlega við fall Grikklands.

Lang flest lán Grikja eru í frönskum og þýskum bönkum, því mun skellurinn fyrst og fremst lenda á þeim löndum. Ágreiningur þeirra Angelu og Niculasar er einkum um hvort nota eigi björgunarsjóð ESB til verksins. Angela vill að hver þjóð sjái um sig, þar til þær eru í reynd fallnar, Niculas vill nota sjóðinn.

Þessi ágreiningur endurspeglar vanda þeirra tveggja ríkja sem þau eru í forsvari fyrir. Þjóðverjar hafa bolmagn til að bjarga sínum bönkum en Frakkar munu ekki getað staðið við bak sinna. Ef björgunarsjóðurinn verður nýttur til verksins mun kostnaðurinn að mestu lenda á Þjóðverjum, til bjargar bankakerfi beggja landannna.

Þetta getur Angela augljóslega ekki samþykkt,  enda óvíst að Þýska hagkerfið ráði við það verkefni, auk þess sem Þjóðverjar eru ekki allt of æstir í að greiða fyrir bankasukk Frakka.

Það er því spurning hvað það er sem þau eru sammaála um að vera sammála um.... seinna. Það hefur ekki verið gefið upp, ekkert efnislegt kom fram eftir fund þeirra.

Er hugsanlegt að fjárfestar séu nú að dæla inn fé í evrópskt bankakerfi, til að auka virði þeirra, áður en áhlaupið verði gert? Að verið sé að reyna að fá saklaust fólk til að kaupa hlutabréf í bönkunum, svo stórfjárfestarnir geti minnkað sinn skaða? Þessi aðferð var notuð hér á landi fyrir þrem árum og vissulega komu sumir vel út úr því, þó almenningur þurfi enn að blæða þess. Þessi aðferð var einnig notuð í udanfara falls Max Bank.

Er hugsnlegt að stórfjárfestar heimsins séu að beyta sömu aðferð á evróskt fjámálakerfi og íslenskir "útrásarguttar" notuðu hér á landi? Þeir sjá allavega að þeir sem það gerðu hér, hafa bara komið nokkuð vel út úr þeirri aðferð.


mbl.is Hlutabréf og evra hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband