Svo uppskera menn sem þeir sá

Gylfi Arnbjörnsson sakar Vigdísi Hauksdóttur um rógburð. Hún sagði sannleikann um tengsl ASÍ við Samfylkinguna, áður Alþýðuflokkinn og þá þótti Gylfa nóg komið.

Hann æsist ekki vegna allra skattana sem ríkisstjórnin hefur lagt á umbjóðendur hans, hann æsist ekki vegna hins mikla atvinnuleysi sem hér ríkir, hann æsist ekki vegna verðtryggingarinnar sem er að drepa launþega landsins, hann æsist ekki vegna handónýtrar aðgerða til hjálpar heimilum landsins, aðgerðum sem komu þeim til bjargar er illa fóru með fé fyrir hrun en ekki hinum sem varlegar fóru og hann æsist ekki vegna þeirra ítrekuðu svika sem ríkisstjórnin hefur haft gagnvart launþegum.

Gylfi er þó fljótur að stökkva upp á nef sér þegar einhver hallmælir ESB, eða þegar minnst er á pólitíska spillingu innan ASÍ. Þegar vegið er nærri hans eigin pólitísku skoðunum og verkum, þá er hann fljótur í fjölmiðla þó lítið heyrist í honum þegar verið er að ráðast á og svíða launþegana, það fólk sem heldur honum uppi með nærri áttföldum launum verkamanns!!

Pólitísk spilling innan ASÍ og tengls þess við krata hefur verið lengi þekkt, nánast frá upphafi. Sumum forsetum þess hefur þó tekist að halda þessari tengingu utan fjölmiðla, látið umbjóðendur vera í fyrirrúmi, á yfirborðinu. Gylfi hefur hins vegar snúið þessu dæmi algerlega við, nú er pólitíkin í fyrirrúmi og launþeginn aukaatriði.

Þó hefur alla tíð verið svo að þeir sem ekki eru innvígðir kratar hafa átt undir högg að sækja þegar leita þarf aðstoðar innan ASÍ kerfisins. Þar breytir litlu hvort viðkomandi hefur verið í öðrum flokki eða jafnvel utan allra flokka í pólitík. Ef hann er ekki innvígður krati er varla um neina aðstoð að ræða. Þetta eru ekki sögusagnir heldur staðreynd og mörg dæmi sem sanna það.


mbl.is Óheiðarlegur og ósanngjarn rógburður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SANNLEIKANUM ER HVER SÁRASTUR

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 08:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sannleikanum verður hver sárreiðastur, ég trúi öllu upp á þennan mann og gott betur en það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2011 kl. 08:37

3 identicon

ASÍ er alltaf meðvitundarlaust þegar vinstri ríkisstjórnir stýra. Ekkert nýtt hér. En bíðið þar til eftir næstu kosningar, þá kemur allt til með að vaða í verkföllum eins og venjulega, til að reyna að bæta upp vesældóminn sem hefur skapast í samfélaginu í tíð þessarar ríkisstjórnar. Eftir tvö ár telja Íslendingar hrunastjórnina betri en þessa, sem flæmir vinnandi fólk úr landi á færibandi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband