Óvinur launþega tjáir sig

Grikkland er í rúst, Írland, Portúgal, Spánn, Ítalía og jafnvel Frakkland stefna sömu leið.

Evran á í vök að verjast og vart séð að hún komi ósködduð úr þeim hildarleik, ef hún kemst á annað borð að landi.

Verkalýðshreifingar aðildarlanda ESB hafa flestar varað við frekari miðstýringu ESB, nú síðast sú sænska.

Danskur landbúnaður er hruninn og öll vinnsla vegna hans komin úr landi. Þau fáu bú sem eftir eru berjast í bökkum. Hvergi innan Evrópu er hærra verð matvæla en í Danmörku.

Skoskir sjómenn horfa nú til þess að þurfa að éta horið úr nösum sér vegan fiskveiðistefnu ESB. Þar eru ákavarðanir um aflaheimildir teknar bak við skrifborð í Brussel og með þær ákvarðanir er farið eins og flest önnur mál þar innan dyra, þær eru notaðar í pólitískum hrossakaupum. Ekkert er horft til ráðlegginga fiskifræðinga, einungis er skoðað hvar helst er hægt að nota slíkar heimildir til að koma öðrum og óskildum málum í gegn.

Svona væri lengi hægt að telja og þetta kallar Gylfi stöðugleika!

Gylfi ætlar ekki að átta sig á því að vegna krónunnar þurfti ekki að lækka laun hér á landi, á sama tíma og Írar, Portúgalir, Spánverjar, Ítalir og að ekki sé minnst á Grikki,  hafa þurft að lækka laun um allt að 50% af kröfu Brussel. Þessar þjóðir hafa evruna sem mynnt. 

Gylfi ætlar ekki heldur að átta sig á því að það geigvænlega atvinnuleysi hér á landi nú, um og yfir 7%, er staðalbúnaður ESB landa, það er jafnvel lægra en var innan flestra þeira landa á uppgangstímum bankaræningjanna. Nú er atvinnuleys innan margra ríkja ESB orðið viðvarandi í kringum 20% og hjá fólki innan 30 ára aldurs allt að 50%!!

Þessar tvær staðreyndir ættu að duga veralýðshreyfingunni til að hafna ESB aðild.

Síðan bætist við að innan flestra landa ESB hefur landbúnaður beðið stórann skaða, jafnvel franskir bændur bera sig verulega illa.

Fiskveiðum hefur verið nánast útrýmt innan landa ESB og sú litla útgerð sem eftir stendur lifir á styrkjum frá Brussel.

Þær hremmingar sem evrusamstarfið er í nú og enginn veit hvernig endar.

Þau margyfirlýstu orð þeirra sem efstir eru í á toppi ESB píramítans er segja að auka beri miðstýringu ESB. Nú síðast sagði Barroso að slíkar breytingar rúmuðust innan Lissabonsáttmálans og gaf þar með í skyn að slík ákvörðun verði tekin án aðkomu þegna þeirra ríkja sem standa að ESB og evrusamstarfinu.  

Gylfi lemur hausnum við steininn eins og fleiri aðildarsinnar. Ætli hann hafi verið á námskeiðinu, sem Samfylkingin hélt nýlega, til að kenna fólki að tala ESB aðildina upp? Hann talar allavega ekki máli launþega landsins, frekar en vant er!

Gylfi Arnbjörnsson er mesti skaðvaldur launþega í dag!


mbl.is Kostir og gallar ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gylfi vill fækka launþegum á Íslandi og fjölga þeim í ESB.

Njáll (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband