Öfugmælavísur Ögmundar

Ögmundur Jónasson ferðast um heiminn og flytur boðskapinn. Nú heldur hann fyrirlestur um ágæti þess að blása upp ríkisbáknið, að ríkisrekstur sé hagkvæmari en einkaframkvæmd. Þetta er vissulega í anda hans sósíalíska hugsanaháttar, en gaman hefði verið að vera fluga á vegg á þessari ráðstefnu, þó ekki væri til annars en að sjá svipbrigði annar fundarmanna við þessum ummælum.

Það má svo sem segja að þessi aðferð hafi virkað vel hér á landi síðustu tvö ár. Flestar framkvæmdir hafa ekki kostað neitt, enda ekkert gert!

Kannski Ögmundur haldi aðra ræðu í dag og segi þessu fólki á ráðstefnunni í Mexikó hvernig skuli samið við þjóna réttvísinnar!! Það ríkir skálmöld í Mexíkó og þeim þætti sjálfsagt vænt um að fá sýn Ögmundar á því hvernig löggæslukerfið skuli rekið!

Eftir ræðuna í gær eru þeir nefnilega búnir að átta sig á að best er að gera þver öfugt við boðskap Ögmundar.


mbl.is Einkaframkvæmd dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband