Enn móðgar Ólína kjósendur

Ólína Þorvarðardóttir á einstaklega auðvelt með að haga orðum sínum öðrum til lítilsvirðingar. Nú beinir hún eiturörvum sínum að lögreglu landsins, ekki þó með staðreyndum, heldur eitraðri lygi eins og henni er svo gjarnt.

Hún hefur verið dugleg í að lítilsvirða alla þá sem hafa atvinnu af sjávarútvegi, landbúnaði og fleiri greinum. Þar er henni ekkert heilagt.

Því miður eru fleiri þingmenn á hennar plani í umræðupólitíkinni. Upphrópanir og fullyrðingar sem ekki standast skoðun eru þeirra ær og kýr. Flest á þetta fólk sammerkt að vera úr öðrum hvorum stjórnarflokknum.

Jafnvel formenn þeirra flokka hafa báðir beytt þessum aðferðum, nú síðast í dag þegar Jóhanna Sigurðardóttir nýtti sér fréttastofu  tveggja sjónvarpsstöðva, þeirri sem er í eigu eins af aðalstyrkaraðila flokks hennar og hinnar sem kennd er við þjóðina en er rekin af sama stjórnmálaflokki, til að ráðast á boðbera válegra tíðinda. Þar var Jóhanna bálreið og valt hver staðreyndarvillan af annari af vörum hennar til að rægja boðberann. Tíðindin eru jafn slæm eftir sem áður.

Það er ljóst að vinstriflokkar kunna ekki þá list að stjórna, hvorki landinu né neinu öðru. Fólkið sem þessa flokka fyllir er fætt til að vera á móti, svo fast er þetta í vitund þeirra að það getur ekki einu sinni hamið sig þegar það á að heita í ríkisstjórn! Það bara verður að vera á móti, bar einverjum eða einhverju!!

Því ættu þessir flokkar að skipa sér stax á þann bekk sem það á heima á, stjórnarandstöðubekkinn!!


mbl.is Lýsa furðu á ummælum þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf jafn gaman að heyra hana tjá sig og hugsa svo til þess að einhver hafi verið svo vitlaus að kjósa hana :)

Kristján (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 22:34

2 identicon

Hún er á góðri leið með að láta reka sig úr þessu djobbinu líka. Ekki einleikið hvað þessi kona á auðvelt með að koma sér út í horn. Það er alla jafna mjög erfitt, verandi opinber starfsmaður.

joi (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 23:05

3 identicon

Mjör sérkennilegt að Ólína Þorvarðardóttir og Björn Valur Gíslason skulu ekki vera í sama flokki. Þau gætu alveg stofnað flokk saman og hér eru tillögur að nöfnum fyrir þau:

1. Flokkur ömurlegustu þingmanna Íslandssögunar

2. Flokkur hrokafullra þingmanna

3. Flokkur heimskulegra þingmála

4. Flokkur ekki-fólksins

5. Flokkur valdníðslutitta

Björn (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 23:09

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Ólína hlýtur að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún býr yfir nógu mikilli frekju til að taka við og halda uppi merki Jóhönnu.

Haraldur Hansson, 27.9.2011 kl. 23:14

5 identicon

Ef það væri bara ákveðni eða frekja sem væri að hrjá Ólínu þá hefði ég ekki miklar áhyggjur. Því miður, fyrir fólkið í landinu, er vandamál hennar svo miklu miklu miklu stærra.

Björn (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 23:43

6 identicon

Þvílíkt og annað eins og heyr á endemi.  Varla er þetta í fyrsta sinn sem þessi kona opinberar vanþekkingu sína á því sem hún ákveður að tjá sig um. Hvers vegna kjósum við svona fólk á hið háa Alþingi?  Það eru einmitt svona vanhugsaðar yfirlýsingar sem komið hafa frá misvitrum alþingismönnum og ráðherrum sem gera það að verkum að stór hluti þjóðarinnar  vill ekki og getur ekki borið virðingu fyrir þessum fulltrúum sem kosnir hafa verið á löggjafarsamkundu vora, eða í ,,Leikhúsið við Austurvöll“ eins og sumir hafa kosið að kalla það.  Ekki fallegt það.   Er nema von að rætt hafi verið um að skipta út öllu þessu starfsliði þingsins, öllu með tölu og fá nýtt fólk til þessara starfa.  Við eigum nóg af vel menntuðu fólki sem gæti tekið þetta að sér og  myndi ekki ástunda  þvílíkan sandkassaleik eins og nú er oftast raunin, þar sem fullorðnir haga sér eins og lítil börn.  Hefur fólk velt því fyrir sér að á tímabili fjölluðu helstu fréttir frá Alþingi um ófríska ráðherra og alþingismenn í megrun eða með matareitrun.  Fjölmiðlar, sem oft hafa verið kallaðir  fjórða stjórnvaldið, bera þar sjálfsagt talsverða sök.     

Pjakkur (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 23:52

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Rétt hjá þér Pjakkur!

Samála Haraldur nema að því leiti að við verðum að leggja niður þessa vonlausu flokkræðispólitík!.

Sigurður Haraldsson, 28.9.2011 kl. 00:33

8 Smámynd: Sandy

Ég er sammála þér Gunnar. Í þetta skiptið gekk ríkisstjórnin of langt, þau hafa örugglega haldið að lögregglumenn myndu ekkert gera í stöðunni, þau komust upp með þetta fyrir ekki löngu, þegar samið var við verkafólk um eitthvert lítiðræði sem dugði varla mánuðinn.

Já baráttan heldur áfram og til að fá raunhafa launahækkun þarf fólkið í landinu að sameinast um að krefjast þess að þak verði sett á verðtrygginguna og höfuðstóll íbúðarlána verði leiðréttur. Ég veit til dæmis af láni sem tekið var í febrúar 2009 og nú tveimur árum og sjö mánuðum seinna hefur lánið hækkað um 2.900.000þ og það á tímum stöðnunar í þjóðfélaginu. Ég skil ekki af hverju peningafólkið í landinu heldur að þeirra störf séu mikilvægari en annarra störf. Þeirra störf eru a.m.k. ekki ábyrgðarmeiri en lögreglumannana sem þau svo freklega sýna þessa óvirðingu, og kalla svo eftir vörn þeirra á laugadaginn 1.okt.

Sandy, 28.9.2011 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband