Að kasta grjóti í glerhúsi
27.9.2011 | 11:38
Samtök fjármálafyrirtækja eru dugleg við að ásaka aðra. Framkvæmdastóri þeirra heitir Guðjón Rúnarsson. Sá maður hefur manna síst efni á að kenna öðrum um misferli og samtökin enn síður, þar sem þau hafa þann mann enn við stjórnvölinn.
Það skal mynnt á þá staðreynd að árið 2001 lágu fyrir Alþingi breyting á lögum um lánastarfsemi. Þá var Guðjón framkvæmdastjóri samtaka banka og fjármálafyrirtækja, forvera SFF. Sem slíkur skilaði hann umsögn til Alþingis um þessar breytingar og gagnrýnd sérstaklega að ekki væri veitt heimild fyrir lánum með tengingu við erlenda mynnt.
Þrátt fyrir að lögin hefðu verið samþykkt án þess að taka athugasemd Guðjóns til greina, hófu umbjóðendur hans að veita slík lán, nánast strax eftir lagabreytinguna.
Allt þar til dómur Hæstaréttar féll, 16. júni 2010, um ólögmæti slíkra lána, hélt Guðjón því fram að þessi lán væru lögleg, þó hann ætti manna best að vita að svo var ekki. Allan tímann frá því lagabreytingin var gerð árið 2001, sem heimilaði EKKI lán með tengingu við erlendann gjaldmiðil og fram til dagsins í dag, hefur Guðjón verið málssvari fjármálafyrirtækja landsins.
Það sýnir best þann hugsanahátt sem ríkir innan bankakerfisins og hversu litlu hefur verið breytt þar frá því fyrir hrun, að það skuli velja að hafa mann í forsvari fyrir sig, sem hefur verið beinlínis uppvís að lygum!
Samtök fjármálafyrirtækja ættu að taka til í eiginn ranni áður en þau ásaka aðra!!
Segja SFF þjófkenna þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.