Mætum öll og mótmælum óréttlætinu þann 1. okt.

Það sterkasta sem lögreglan gæti gert í stöðunni nú, er að færa sig útfyrir girðinguna sem væntanlega verður sett umhverfis þinghúsið næstkomandi laugardag. Ef þeir stíga það skref að blanda sér saman með mótmælendum, er hugsanlegt að Jóhanna átti sig á alvarleik málsins.

Það er þó ekki víst, en þetta væri heiðarleg tilraun. Ef Jóhanna áttar sig ekki á slíkum skilaboðum er von til að aðrir ráðherrar geri það og komi henni í skilnig um að hennar tími er liðinn.

Ef það ekki dugir, mun þjóðin beita þeim ráðum sem þarf til að koma henni frá völdum! Það er ekki víst að þær aðferðir verði fallegar eða sársaukalausar. Sérstaklega ef lögregla landsins hefur fengið nóg af óréttlætinu og tekur þátt í þeirri aðför.

Niðurstaða gerðardóms var eins og blaut tuska framaní lögverði landsins. Þetta er sú stétt sem á að halda uppi lögum og reglu, þetta er sú stétt sem kemur í flestum tilfellum fyrst á slysstað, þetta er sú stétt sem almenningur í landinu ber mesta virðingu fyrir.

Mesta hættan af niðurstöðu gerðardóms er sú að góðir og hæfir lögregluþjónar hætti starfi og í stað þeirra komi verri og jafnvel óhæfir starfsmenn, menn sem hafa horft of mikið á Hollywood myndir og vilja fara í lögguleik.

Guð hjálpi Íslandi ef sú staða kemur upp!

 


mbl.is Vinna ekki frumkvæðisvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 20:21

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvaða óréttlæti ? Að Davíð skyldi setja Seðlabankann á hausinn og opna allar fjárhyrslur landsinsfyrir glæpamönnum ? Að Geir skyldi hafa sofið á verðinum og látið Davíð stjórna sér ?

Að hrunstefna Sjálfstæðisflokksins skuli hafa lagt hér allt í rúst ?

Jújú, margur hefur orðið svektari af minna tilefni..

hilmar jónsson, 24.9.2011 kl. 21:50

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Fjárhirslur, átti það að vera....

hilmar jónsson, 24.9.2011 kl. 23:37

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert svolítið fastur í fortíðinn Hilmar. Vissulega er öllum holt að skoða söguna og læra af henni, en ekki er að sjá að núverandi stjórnvöld hafi gert það, það er að segja lært.

Enn haga bankar og lánastofnanir sér með sama hætti og fyrir hrun, á því hefur ríkisstjórnin ekkert tekið, þvert á móti hefur hún ýtt undir og aðstoðað við þá svikastarfsemi.

Eitt af því sem hrunskýrslan sagði okkur var að framkvæmdavaldið hafi haft of mikil völd í undanfara hrunsins. Ekkert hefur ríkisstjórnin tekið á því, þvert á móti eru lögð fram frumvörp á Alþingu um enn frekari völd framkvæmdavaldsins og þegar löggjafavaldið sýnir þor og þrek til að afstýra því, er hrópað "málþóf".

Bankahrunið leiddi til efnahagslegs hruns. Sem betur fer var ríkissjóður vel rekinn fram að því og hafði því bolmagn til að taka á því að hluta og stofna nýja banka á rústum þeirra gömlu. Núverandi stjórnvöld hafa síðan fært tvo af þremur þessara banka til erlendra aðila, sumir segja vogunnarsjóða.

Það varð efnahagslegt hrun, en auður þjóðarinnar var eð eftir í landinu, fólkið, menntunin, auðlindirnar og mjög gott grunnkerfi. Þessu hefur núverandi ríkisstjórn flestu fórnað á altari MAMMONS.

Það er þetta sem fólkið telur óréttlæti. Það er aumingjaskapur og undillægjuháttur ríkisstjórnarinnar við boðbera MAMMONS sem fólkið telur óréttlæti.

Gunnar Heiðarsson, 25.9.2011 kl. 07:10

5 Smámynd: hilmar  jónsson

3 ár liðin og þú vilt gleyma ?

hilmar jónsson, 25.9.2011 kl. 11:05

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég man vel Hilmar, en ég vil læra af hruninu, ekki velta mér uppúr því.

Stjórnvöld eiga að vera leiðandi og sjá til þess að hlutirnir breytist til betri vegar, einkum á sviði fjármála og fjármálastofnana. Þau eiga að setja lög sem hamla þessum stofnunum að komast aftur í þá stöðu sem hér var fyrir hrun.

Því miður hafa þau ekki gert það, þvert á móti. Þegar dómur um ólöglegt athæfi þessara stofnana var staðfestur af hæstarétti,voru sett lög til hjálpar þeim. Nú nálgast fjármálastofnanir aftur fyrra sukk af miklum hraða og ekkert er gert til að stöðva það. Bankarnir eru að soga ti sín allt fjármagn landsins auk þess að eignast megnið af eigum fólks!!

Og hvað gera svo stjórnvöld vegna gagnrýni ransóknarnefndar Alþingis um að allt of mikil völd væru á höndum ráðherra og það hafi hugsanlega átt þátt í hruninu? Jú,það er lagt fyrir Alþingi frumvarp um enn frekari völd ráðherra!

Sem betur fer náði þingið þó að milda það frumvarp, áður en það hlaut samþykki. Það vakti hjá manni smá von um að enn vottaði fyrir örlitlu lýðræði í landinu. Að Íslandi væri enn viðbjargandi.

Ég vil ekki gleyma Hilmar, en það er hætt við að þið sem nú dásamið stjórnvöld, viljið fljótt gleyma eftir næstu kosningar, sem verða vonandi sem allra fyrst!!

Gunnar Heiðarsson, 26.9.2011 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband