Óskiljanlegt !

Það eru óskiljanleg viðbrögð við því framtaki Ferðaklúbbsins 4x4 að setja GPS gagnagrunn sinn á netið. Fyrst mótmælti Umhverfisstofnun þessu hástöfum og nú verkefnastjóri Safetravel hjá Slysavarnarfélaginu. Ég vissi reyndar ekki að Slysavarnarfélagið stæði í ferðaþjónustu!

Hvað veldur þessari afstöðu er erfitt að átta sig á, en sennilega má kenna þar fyrst og fremst öfund um. Öfund vegna þeirrar staðreyndar að F4x4 er kominn langt fram úr öðrum í kortlagningu ferðaleiða um landið.

Auðvitað eru ýmsir ferlar þessa grunns yfir svæði sem geta verið hættuleg, sérstaklega á jöklum. Þetta er jú grunnurinn í heild sinni.

Því meiri ástæða er til að taka framlaginu fagnandi og leggjast í sameiningu yfir grunninn og vinna hann til. Þá gæti þarna verið kominn góður gagnagrunnur, öllum aðgengilegur. Þá þurfa þeir sem hyggjast ætla að ferðast um slóðir sem þeir hafa ekki farið áður, ekki að snapa sér punkta hjá hinum og þessum, punkta sem geta verið stórhættulegir.

Það er frekar ósmekklegt af verkefnisstjóra Slysavarnarfélagsins að taka sárt dæmi um slys, máli sínu til stuðnings. Það er algjör óþarfi, hann á að geta komið sínu máli fram án þess.

Varðandi jöklaferðir, þá eru þær alltaf hættulegar og menn verða að bera virðingu fyrir jöklunum. Þeir sem ferðast um jökla eru yfirleitt vanir ferðamenn sem vita hvað þeir eru að gera, þó vissulega séu misbrestir þar eins og allstaðar.

Mér er algerlega fyrirmunað að skilja þessa afstöðu manna, að gagnagrunnur sem þessi geti verið af hinu slæma. Vissulega þarf að vinna grunninn og gera hann hreinni. En að kasta honum á glæ er með öllu óskiljanlegt.

Þarna er kominn góður grunnur. Það er auðvelt að gera hann þannig úr garði að auðvelt sé að litamerkja leiðir, eftir því hversu öfluga bíla þarf til að fara þær leiðir sem hann sýnir, hverju sinni. Þá er þessi grunnur frábær til að skilgreina þær leiðir og slóða, sem kallast vegir í skilningi náttúruverndarlaga. Auðvelt er að eyða slóðum út úr grunninum ef menn komast að þeirri niðurstöðu að einhverja leið beri á friða, um tíma eða alfarið.

Þá væri þessi grunnur frábært tæki til löggæslu, þar sem skilgreining á vegslóða er ekki til í dag og kemur því í veg fyrir að hægt sé að taka á utanvegaakstri fyrir dómsstólum.

Auðvelt er svoað halda svona grunni lifandi á netinu, þannig að fólk gæti einfaldlega séð hvort leið sem það ætlar sér að fara er fær og hversu öflugt farartæki þarf til að komast hana.

Miðað við orð verkefnisstjóra Slysavarnafélagsins er ekki vanþörf á slíkum upplýsingum, en hann heldur fram að við Íslendingar upp til hópa séum svo vitlaus að við förum í blindni eftir einhverjum GPS punktum, hvort sem leiðin er fær eða ekki.

Kannski erum við svona vitlaus.

 


mbl.is Ferlar 4x4 fara um hættuleg svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þitt frábæra innlegg. Það eru fáir sem sjá notagildið í grunninum og hef ég sett saman gagnagrunn sem var sérstaklega ætlaður bjögunarsveitum. Þ.e eingöngu leiðir sem ætlaðar voru til björgunarstarfa. Því var hafnað af Neyðarlínunni á síðustu stundu eftir að hann var tilbúinn. Fleirum viðbragðsaðilum hefur einnig verið boðin svona grunnur en áhuginn hefur ekki verið neinn. Það má reyndar benda á að aðeins örlítið brot af vetrargagnagrunninum var sett á vefinn. Enda voru þar einungis leiðir á þrem jöklum. Kv formaður ferlaráðs f4x4

Jón G. Snæland (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 12:38

2 identicon

Ég er ekki alveg nógu ánægður með þetta útspil hjá Jónasi í nafni SL að gangrýna F4x4 fyrir birta safnið og þar með draga þetta soldið niður.

Það er nú einu sinni þannig að menn eiga aldrei að treysta í blindi ferlum yfir jökul, aðstæður á jöklum breytast einfaldlega og hratt til þess að hægt sé að treysta á þær. Þetta mætti reyndar kynna betur og halda betur á lofti, uppfræða fólk betur um svona ferla og ferðamennsku á jöklum og þetta mætti bæði F4X4 og SL gera í sameingingu.

En mér finnst frábært hjá klúbbnum að birta þessa ferla og löngu tímabært því það er alltaf verið höggva í ferðafrelsið hjá okkur á þessu landi og ákveðnir hópar telja sig rétthærri til meiga einir njóta náttúrulandsins afþví þeir fara um ríðandi eða gangandi.

ps ég er félagi SL

Reynir (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband