Kaldar kveðjur

Það eru kaldar kveðjur sem vestfirðingar fá frá innanríkisráðherra, nú þegar hann hefur nýlega ritað undir skuldbindingar fyrir Vaðlaheiðagöngum og rétt kominn frá því að opna nýja brú yfir Hvítá, í annað sinn. Fyrri opnunin  var til bráðabirgða, því ekki var búið að malbika veginn til og frá brúnni! Báðar þessar framkvæmdir sjálfsagt góðar og gildar en varla jafn nauðsynlegar og vegafrmkvæmdir á sunnan verðum Vestfjörðum.

Ögmundur er trúr sinni sannfæringu og vill ekki leggja veg um Teigskóg. Þess í stað vill hann fara hættulegann fjallveg, veg sem lokast við minnsta snjó. Hann segir reyndar að hugsanlega mætti skoða göng, en sú hugsun hans er einungis til að tefja málið, hann treystir á að menn hlaupi á þá lausn og þá verður ekkert gert næstu 3 - 4 árin, hið minnsta.

En hvað með nýjustu tilögurnar, að þvera Þorskafjörðinn frá Reykjanesi til Skálaness? Þessi leið mun stytta veginn mun meira og í ofanálag má setja raforkuver í þetta dæmi. Hvernig væri að kanna hvort einhverjir einstaklingar eða fyrirtæki væru tilbúin til slíkra framkvæmda og þau ættu virkjunina á eftir. Ef Ögmundur treystir sér ekki til að einkavæða þessa framkvæmd, ætti hann að minnsta kosti að skoða hversu fljótt hún borgaði sig ef ríkið stæði að henni.

Ef þessi leið verður farin mun framkvæmd hennar taka stuttan tíma. Mun styttri en veglagning eftir núverandi vegstæði. Eftir stæði mikil stytting, þjóðvegur á láglendi og raforkuver sem gefur tekjur!


mbl.is Hafna tillögu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband