Darling er sjúkur

Það er ekki hægt að líta þessi ummæli öðrum augum en að maðurinn er haldinn hugsýki.

Hvað hélt hann að við myndum gera þó hann flygi um íslenska lofthelgi? Hélt hann að við, herlaus þjóð, myndum skjóta niður vélina?

Þetta er bara lítill kall sem hefur orðið undir í stjórnmálum og lætur þá gremju sína í ljós með því að ráðast á samflokksmenn sína og aðra þá er ekki geta svarað honum. Lítill kall sem stóð ekki sína plikt sem ráðherra.

Darling er einn þeirra mörgu eftiráspámanna sem þykjast hafa vitað meira en aðrir áður en heimskreppan skall á, hann þykist hafa vitað um bankavandræðin löngu áður en þau urðu opinber.

Hvers vegna gerði hann þá ekkert í málinu? Hann var jú fjármálaráðherra Bretlands á þeim tíma, væntanlega með þau völd sem því embætti tilheyrir.

Það eina sem hann gerði, eftir að hrun bankanna hófst, var að setja hryðjuverkalög á litla herlausa eyþjóð nyrst í Atlandshafinu. Hann afsakar sig nú fyrir þann verknað með að svo óheppilega hafi viljað til að þær hefndir sem hann ætlaði þeirri þjóð hafi óvart innihaldið lög um hryðjuverkaógn!

Allt tap vegna falls Íslensku bankanna var einungis brot af því tapi sem Breskir bankar urðu fyrir á sama tíma. Því var fall Íslensku bankanna engin ógn við efnahag Bretlands, það var hins vegar tap Breskra banka. Hvað gerði Darling til að afstýra því tapi? Hvað gerði hann til varnar Bretlandi vegna þeirrar ógnar?

Maðurinn er fársjúkur!

 


mbl.is Vildi ekki fljúga gegnum íslenska lofthelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkur rugludallur þessi maður og fyrrum félagi hans Brown. Hálfvitar í valdastöðu.

Tumi (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 08:54

2 identicon

Er ekki afneitun íslendinga (stjórnmálamanna) um ófremdarástandið á Íslandi "sjúkdómur".Að vísu eru margir íslendingar meðvitaðir og fluttir úr landi. Darling er ekkert gáfnaljós, enda pólutíkus , en íslenskir stjórnmálamenn eru margfallt vitlausari (heimskir). Að ég tali nú ekki um helvítis hrokann og getuleysið í þessu pakki.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 09:51

3 identicon

Íslendingar höfðu vit á því að sósíalvæða ekki skuldir einkaaðila. En þú ert líklegast að tala um núverandi ríkisstjórn, einhvert það almesta úrval hálfvita í valdastöðum sem nokkru sinni hefur verið á boðstóli íslenskra stjórnmála.

Tumi (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 10:10

4 identicon

Íslenskir ráðamenn voru (og eru enn) hálfvitar. Við vitum það öll. Það kom fram í fréttum dag eftir dag í marga mánuði eftir hrunið. Hugsið ykkur bara vitleysuna sem bresk yfirvöld þurftu að hlusta á fram að hruni. "Það er allt í fína lagi hjá okkur. Þið eruð bara bitur út í okkur því okkur gengur svo vel."

Haldið þið í alvöru að Darling hafi gert þetta sér að leik? Þið getið bókað það að hann er ekkert að ýkja aðstæðurnar sem mynduðust. FSA varar við hruni og íslensk yfirvöld verða bara súr og fara að grenja? Vá, það er þroskað.

Nei, Darling er ekki sjúkur og hann er ekki að ljúga einu né neinu. Íslensk yfirvöld voru í tómu rugli og ég skil hann mætavel. Ég hefði án efa gert nákvæmlega það sama og ekki skammast mín rassgat fyrir það.

Við eigum að læra af þessu, en ekki vera súr og bitur það sem eftir er. Það er enginn að vera vondur við okkur. Við erum sjálfum okkur verst. Sættið ykkur bara við þessa staðreynd og þá líður ykkur mikið betur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband