Hver græðir á verðtryggingu

Það er spurning hverjum tilgangi verðtrygging þjónar. Því hefur verið haldið fram að þetta sé til að tryggja hag sparfjáreigenda.

Skoðum málið.

Sparifjáreigandi leggur inn á verðtryggðan reikning í banka 1.000.000 kr. Miðað við þá verðbólgu sem nú ríkir og þá vexti sem honum býðst, á hann 1.016.000 kr. ári síðar.

Annar maður fer í sama banka og tekur verðtryggt lán upp á 1.000.000 kr. til 25 ára. Sömu verðbólgumarkmið eru notuð og útlánsvextir frá sama banka. Eftir árið hefur hann greitt af láninu 68.429 kr. og eftirstöðvar lánsins er 1.028.000 kr.

Sparifjáreigandinn naut ekki góðs af því sem lántakandinn greiddi. Hvert fóru þeir peningar? Eru mismunandi reikniaðferðir á verðbótum, eftir því hvort um inneign eða skuld er að ræða?

Það er ljóst að hagnaður vegna verðtryggingar lána fellur allur bönkum í skaut, því er verðtryggingin einungis þeim í hag, allir aðrir tapa og lántakandinn mest!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Miðað við 3% innlánsvexti og 5% verðbólgu þá ætti milljónin að vera 1.081.500 eftir árið. (1,03*1,05*1.000.000)

Lúðvík Júlíusson, 7.9.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband