Samningur - eða ekki
6.9.2011 | 19:24
Aðildarsinnar halda mjög á lofti þeim rökum að ekki sé hægt að gera sér upp skoðun á aðild fyrr en samnigur liggi fyrir, stundum kalllað "að kýkja í pokann".
Nýjasta bréf frá ESB vekur upp þá spurningu hvort um raunverulega samninga sé að ræða eða ekki. Ekki er þá verið að meina hvort Ísland þurfi að aðlaga stórnkerfi sitt meðan á viðræðum stendur eða eftir. Látum það liggja á milli hluta núna.
ESB krefst að lögð verði fram áætlun um hvernig Ísland ætli að aðlaga sitt stjórnkerfi að þeim lögum og reglum er gilda innan ESB. Þessi áætlun þarf að liggja frammi um landbúnaðinn áður en viðræður um hann geti hafist. Þetta segir að við verðum að gera áætlun um aðlögun laga og reglna hér við ESB áður en viðræður hefjast, að við verðum að gera áætlun áður en niðurstaða samnings liggur fyrir. Eðlilegra væri að semja fyrst og leggja síðan áætlun um hvernig við ætlum að uppfylla skilyrði þess samnings.
Þetta segir aðeins eitt, að ekki er um samning að ræða, heldur einungis að gengið sé að reglum ESB, óbreyttum. Þetta kemur engum andstæðing ESB aðildar á óvart, þessi staðreynd hefur legið fyrir allann tímann.
Því eru þau rök aðildarsinna, að hægt sé "að kýkja í pokann", jafn fölsk og flest önnur rök þeirra.
Það á skilyrðislaust að draga umsóknina til baka, áður en meira fé er kastað í þessa hýt!!
![]() |
Geta ekki lengur vikið sér undan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heir heir!!! Sammála!!
anna (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 21:32
Þetta er rétt hjá þér Gunnar. Sá aumi málflutningur aðildarsinna að það sé eitthvað annað í boði en ESB við að ganga í ESB er bara bull.
Hreinn Sigurðsson, 6.9.2011 kl. 23:39
Ég hef aldrei trúað neinu í sambandi við ESB.,Össur ætlar sér líklega ríkulegan heimanmund,komi hann okkur þangað inn,það verður honum þrautin þyngri. Drögum umsóknina til baka.
Helga Kristjánsdóttir, 7.9.2011 kl. 00:53
Hvað er þetta helga, ef Össuri tekst að koma Íslandi inn í ESB, vissirðu ekki að hann fær æðislega vinnu við að seigja öllum hvað ESB er "groovy"og evran traust og allt það. Og hann fær meira á ári en þú getur vænst alla æfi. Fyrir svoleiðis jobb er hann til í að selja sálu sína ömmu sína og alla aðra Íslendinga
Brynjar Þór Guðmundsson, 7.9.2011 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.