Hluti af 7000 störfum Jóhönnu ?

Er þetta hluti af 7000 störfunum sem Jóhanna lofaði? Varla er það í anda "hrunskýrslunnar" að auka enn á pólitísk áhrif innan stjórnarráðsins!

Þetta er þó vissulega í anda vinstristjórna, að belgja út ríkisbáknið og halda niðri einkaframtakinu. Þessi störf munu vissulega ekki skila miklum tekjum fyrir ríkisjóð og alls ekki gjaldeyristekjum. Þvert á móti munu þau einungis auka gjöld ríkissjóðs. Þarna munu einkavinirnir hafa það náðugt!

Þetta frumvarp, óskabarn Jóhönnu Sigurðardóttur, mun færa vald frá Alþingi til ráðherra, það mun efla pólitískt afl ráðherrana. Hvoru tveggja í algerri andstöðu við niðurstöður "hrunskýrslunnar". Þar var helsta gagnrýnin valdleysi Alþingis gagnvart stjórnvöldum. Enn á að minnka það vald!!

Það er ekki víst að Jóhanna verði eins hrifin af króganum þegar hún kemst í stjórnarandstöðu og sér að hún hefur gert Alþingi að valdalausri stofnun og allt vald komið til ráðherra. Nei annars, hún þarf ekki spá í það, hún nær ekki á þing í næstu kosningum!

Það kaldranalega við þetta frumvarp er að svo virðist sem flestir flokkar á Alþingi séu því sammála, a.m.k. ber ekki mikið á gagnrýninni. Kannski hugsa þeir sem nú eru í stjórnarandstöðu sér gott til glóðarinnar þegar þeir komast í stjórnarráðið?

 


mbl.is Heimilt að fjölga aðstoðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband