Framsóknarflokkurinn í baði
3.9.2011 | 11:05
Enn heldur hreinsunin áfram innan Framsóknarflokksins. Laumukratarnir skolast út einn af öðrum. Á það jafnt við um þá sem hafa náð að troða sér upp í efstu stöður einstakra flokksfélaga, sem og almenna kjósendur.
Að sama skapi hafa þeir sem orðið hafa að yfirgefa flokkinn undanfarin ár, vegna mengunar innan hans, nú kost á að nota atkvæði sitt til handa flokknum. Þessir kjósendur hafa verið afskiptir, sumir farið til VG en aðrir til Sjálfstæðisflokks. Þar hefur þetta fólk nýtt sitt atkvæði, þó stefna þessara flokka hafi ekki fallið þeim í geð að öllu leyti. Svo er enn einn hópurinn, sá stæðsti, sem hefur einfaldlega ekki nýtt sitt atkvæði.
Þessir kjósendur, sem hafa talið Framsóknarflokkinn hafa svikið sig mun þó ekki skila sér strax, það fylgist með og skoðar þróunina, fylgist með til að sjá hvort um raunverulega hreinsun sé að ræða. Fylgist með því hvort þessi mengandi öfl innan flokksins muni ná tökum á honum á ný.
Ef þessi hreinsun er raunverulega, ef laumukratarnir hverfa úr flokknum, þá munu þessir kjósendur skila sér aftur.
Það eru annars undarleg orð formanns ungra framsóknarmanna. Hann deilir á stjórnunina í flokknum. Er hann þá ekki að deila á eigin vinnubrögð? Hann var jú formaður SUF og því í einni af efstu stöðu innan flokksins!
Eða er hann að deila á flokksþing Framsóknarflokksins, sem markar stefnu flokksins?
Þeir laumukratar sem nú yfirgefa flokkinn segjast gera það vegna stefnubreytingar sem hefur orðið hjá flokknum.
Er þetta fólk að meina að sú stefnubreyting sem orðið hefur að forusta flokksins fari eftir samþykktum flokksins sé svo slæm? Að frekar ætti að halda sig vð þau vinnubrögð sem hafa einkennt flokkinn undanfarin ár, að stefna flokksins sé eitt en aðgerðir annað?
Eða er fólkið að gagnrýna þá stefnubreytingu sem varð í ESB aðildarmálum á síðasta flokksþingi?
Ef svo er ættu þessir laumukratar að finna sér annað áhugamál en stjórnmál, þau hljóta alltaf að markast af þeirri umræðu og því umhverfi sem til staðar er hverju sinni.
En skoðum aðeins ESB málið nánar og aðild flokksins að því. Lengst framanaf var flokkurinn andstæður aðild að ESB, þá EB. Þegar Halldór tók við flokknum var farið að dufla við aðild og kom hann því inn í stefnuskrá flokksins að aðild kæmi til greina af hálfu flokksins, en þó með miklum fyrirvörum. Þeir fyrirvarar voru í reynd svo miklir að raunveruleg aðildarumsókn kom vart til greina. Sumir orginal framsóknarmenn gátu sætt sig við þessi skilyrði en margir yfirgáfu flokkinn.
Á flokksþingi í febrúar 2009 var síðan gerð breyting á stefnu flokksins um þeta mál, verulega var dregið úr fyrirvörunum. Þetta var gert án þess að hinn almenni kjósandi fengi í raun um það að vita, leynd var yfir þessari breytingu. Í kosningum um vorið fékk flokkurinn því atkvæði þeirra sem héldu að allir fyrirvarar væru enn fyrir hendi. Þeir voru blekktir.
Því má segja að sú breyting sem gerð var á stefnu flokksins á síðasta flokksþingi, hafi verið lítið skref til baka. Það er von að laumkratarnir sem stóðu að breytingunni veturinn 2009 séu ósáttir, kannski mest vegna þess að á síðasta flokksþingi ar ekkert verið að fara dult með hlutina eins og veturinn 2009!
Þó þessi breyting hafi orðið á stefnunni gagnvart ESB umsókn, veturinn 2009, stóðu samt enn eftir nokkrir varnaglar. Sumir þingmenn flokksins ákváðu þó að kjósa með aðildarumsókninni, þó þeir þyrftu að ganga gegn stefnu flokksins og brjóta þesa fyrirvara. Einn þeirra þingmanna hefur nú yfirgefið flokkinn og eftir honum hlaupa nokkrir flokksmenn.
Laumukrötunum líkar illa að þurfa að fara eftir því sem kjósendur flokksins vilja, því eru þeir best geimdir utan hans.
Formaður SUF segir sig úr Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.