Gott innlegg inn á fyrsta fund Alþingis

Alsherjarnefnd felldi stjórnarfrumvarp! Þetta er nokkuð merkilegt þar sem ekki er um að ræða eitthvað ómerkilegt frumvarp, heldur óskafrumvarp og afkvæmi forsætisráðherra.

Að slík staða skuli koma upp örfáum mínútum áður en haustþing er sett er einnig nokkuð merkilegt.

Það er hætt við að nú hvíni í þeirri gömlu og hún láti einhver ljót orð falla. Ekki mun þetta þó fella ríkisstjórnina þar sem stjórnarandstaðan hefur ekki slagkraft til að fylgja málinu eftir, því miður!

Við munum enn um sinn sitja uppi með vanhæfa ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta og enn um sinn munum við þurfa að fylgjast með ósamkomulagi stjórnarliða og skítkasti þeirra á milli.

Hvort um er að kenna algerlega vanhæfri ríkisstjórn studdri af sérhagsmunapólitíkusum, eða hvort sökin er í afburða slappri stjórnarandstöðu, skal ósagt látið.

En þjóðin situr uppi með þetta stjórnarfar og blæðir til ólífis.

Það þarf kosningar svo þjóðin geti valið sér nýtt fólk til starfa á Alþingi!!


mbl.is Frumvarpið fellt í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Gunnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2011 kl. 10:25

2 identicon

Í firstalagi: Kostningar breyta engu um ástandið. Við erum búin að reyna það einusinni frá hruni. Vandamálið er skelfileg blanda af þingræð, flokksræðið og ráðherraræði. Það skiptir engu máli úr hvaða stjórnmálamannasérhagsmunagæslusamtökum þingmenn koma, það er stjórnarfarið sem er að fara með okkur...

Í öðrulagi: "Í frumvarpinu var meðal annars lagt til að framvegis skuli ákvörðunarvald um það hvaða ráðuneyti skuli starfrækt hvíla hjá stjórnvöldum á hverjum tíma en ekki Alþingi."

Við þetta langar mig að bæta tilvitnun í Stjórnarskrá Íslands

"15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim."

Tumi Þór Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 10:41

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

#2 Tumi Þór

Sú fullyrðing þín að kosningar breyti engu lýsir andúð þinni á lýðræðinu. Þó síðustu kosningar hafi ekki skilað miklu, ber að athuga það að þær voru haldnar skömmu eftir hrun, þegar fólk vissi vart enn upp á sig veðrið. Þetta nýttu þeir flokkar sem nú sitja að völdum sér rækilega og plötuðu fólk til liðs við sig.

Nú vitum við betur, við vitum að margir stjórnmálamenn úr ÖLLUM flokkum, meðal annars sumir núverandi ráðherrar, komu að hruninu og þeim þarf að refsa. Eina leiðin til þess í lýðræðisríki eru kosningar.

Í því frumvarpi sem fellt var í alsherjarnefnd í morgun er vissulega ákvæði um að aukið ákvarðanavald færist frá Alþingi til stjórnvalda. Varla telst það til aukningar lýðræðis!!

Gunnar Heiðarsson, 2.9.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband