Dæmalaus hroki

Þorvaldur Gylfason ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni "Til umhugsunar fyrir alþingismenn".

Í greininni sem fjallar um verk stjórnlagaráðs, tillögur til Alþingis um nýja stjórnarskrá, fer Þorvaldur fram af dæmalausum hroka.

Eftir falsaða söguskýringu á því hvernig stjórnlagaráð varð til, segir hann að Alþingi hafi gefið heit fyrir því að þjóðin fengi að kjósa um nýja stjórnarskrá áður en það tæki tillöguna til umfjöllunar.

Þvílíkt og annað eins bull! Fyrir það fyrsta hefur Alþingi ekki heimild samkvæmt núgildandi stjórnarskrá að gefa slíkt heit, og þar að auki var ekki víst hvort tillaga að nýrri eða einungis breyttri stjórnarskrá yrði lögð fram, þegar ráðið hóf sína vinnu.

En hroki Þorvaldar er ekki búinn, hann segir síðan seinna í grein sinni:

"Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og frumvarps Alþingis."-

"Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórnlagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði. Telji alþingismenn frumvarp Stjórnlagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu."

Ja hérna! Stórt geta menn tekið uppí sig, ekki er hægt að segja annað!!

Það er spurning hvað gengur á í haus þess fólks sem svona hagar sér. Þorvaldur var kosinn í ólöglegri kosningu til stjórnlagaþings og skipaður í framhaldinu í stjórnlagaráð. Atkvæðin sem maðurinn fékk í þessari ólöglegu kosningu voru harla fá.

Í krafti þessara fáu atkvæða og í krafti þess að vera skipaður í nefnd, telur hann sig hafinn yfir þing og þjóð og ekki eins og það sé nóg, heldur telur hann sig vera hafinn yfir stjórnarskránna okkar!! Í krafti þessara örfáu atkvæða telur Þorvaldur sig geta skipað Alþingi fyrir verkum!!

Veit Þorvaldur ekki að á Íslandi er í gildi stjórnarskrá og eftir henni skal farið þar til og ef ný verður samþykkt! Hefur Þorvaldur ekki lesið gildandi stjórnarskrá og hvernig hún kveður á um að farið skuli að breytingu hennar!!

Sveiattan! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband