Látlaus áróður gegn bændastéttinni

Látlaus áróður gegn bændastéttinni og stjórnun landbúnaðar hefur verið undanfarna daga. Frétt fyrr í dag segir að svo mikill skortur sé á nautakjöti í landinu að veitingastaðir þurfi að taka út vinsæla rétti af matseðlum sínum.

Staðreyndin er þó að opið er fyrir innflutningi á þessu kjöti á lækkuðum tollum og hefur svo verið síðan 10. júní.

Ef skortur er á nautakjöti til veitingahúsa stafar hann af einhverju öðru en ofursköttun, eins og menn hafa gefið í skyn. Líklegri skýring er að verð þessa kjöts erlendis hefur hækað svo undanfarið að ekki sé lengur grundvöllur fyrir innflutningi þess, að það verð sem þarf að greiða fyrir kjötið, komið hingað til lands, sé svo hátt að enginn sé tilbúinn til að versla það.

Það er nefnilega svo að verð landbúnaðarafurða erlendis hefur hækkað verulega undanfarna mánuði, ólíkt því sem hér hefur orðið og það ásamt skráðu gengi geri það að verkum að óraunhæft sé að flytja kjötið til landsins.

Þessi þróun hefur einnig orðið hér á landi, þ.e. á þeim matvælum sem fluttar eru til landsins. Þær hafa hækkað verulega. Hins vegar hefur hækkun á íslenskum landbúnaðarvörum ekki orðið nándar nærri eins mikil, þó aðföng bænda hafi vissulega hækkað í hlutfalli við hækkun matvælaverðs erlendis.

Sá áróður sem nú er í gangi og hefur staðið linnulítið frá því snemmsumars, hefur því litla innistæðu, enda ekki verið að hugsa um velferð almennings með honum. Ástæða þess áróðurs er einn og einungis einn, að liðka til fyrir áframhaldandi ESB aðlögun.

Það er ljóst að viðsemjendur í Brussel eru ekki tilbúnir til áframhaldandi viðræðna nema við förum að þeirra boðum og þar ber nú hæðst að aðlaga landbúnaðinn hér að þeirra reglum. Samninganefnd ESB hefur marg sagt að ekki verði opnaðir eða lokað köflum í viðræðuferlinu nema gengið sé að þeim kröfum sem þeir setja okkur. Því er nú allt að sigla í strand, eða strandað, í þessu ferli.

Þetta er verið að reyna að brjóta á bak aftur með því að gera Íslenskan landbúnað og stjórnun hans tortryggileg. Verið að reyna að koma því í kring að einhverjar breytingar verði gerðar hér til að róa viðsemjendurna frá Brussel.

Hagur neytenda kemur þessu máli ekkert við, enda flestir þeirra sem tjá sig um málið með meiri hug til ESB en Íslenskra neytenda.


mbl.is Lægri tollar á nautakjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Eru samt ekki 114% tollar í það mesta

Vilberg Helgason, 29.8.2011 kl. 19:55

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru ekki 114% tollar af innflutningi á nautakjöti. Kynntu þér málið betur.

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2011 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband