Villikettirnir komnir í búr !
27.8.2011 | 07:20
Lilja Rafney segir Landsbankann haga sé eins og eiturlyfjasjúkling sem heimtar meira dóp. Þetta segiri hún vegna álits bankans um frumvarp til stjórunar fiskveiða.
Þetta væru kannski marktæk orð ef Landsbankinn væri einn um að deila á frumvarpið, en svo er aldeilis ekki. Allir þeir sem fengnir voru til álitsgjafar og reyndar fleiri hafa gefið frumvarpinu falleinkunn.
Ekki hef ég lesið yfir þetta frumvarp, enda lítill tilgangur fyrir mig að gera það vegna vanþekkingar á núverandi fiskveiðistjórnun. En þegar ALLIR þeir sem álit hafa gefið eru sammála um að frumvarpið muni leiða hörmungar yfir þjóðina, er ekki annað hægt en hlusta. Það er því spurning hver eiturlyfjasjúklingurinn er, eru það þeir sem benda á að frumvarpið muni koma okkur á kaldann klaka, eða eru það þeir sem af pólitískri "réttsýni" geta ekki tekið rökum?
Þjóðareign auðlinda er auðvitað vilji allra, en ef það kostar þjóðina efnahagslegt hrun og jafnvel sjálfstæði að eignast með skýrum hætti auðlindir hafsins, þá er það of dýru verði keypt. Reyndar er auðlind hafsins í eigu þjóðarinnar meðan ekki er gengið í ESB, þar sem erlendum aðilum er bannað að fjárfesta í kvótanum. Það mun hins vegar breytast við ESB aðild.
Guðmundur Magnússon gagnrýnir ríkisstjórnina harkalega vegna þess að ekki hefur verið staðið vörð um hagsmuni öryrkja. Þessi gagnrýni er vissulega réttmæt en hún á þó við um fleira. Ekki hefur verið staðið vörð um aldraða, sjúka, fjölskyldur og reyndar allt sem snýr að grunnþjónustunni. Þessi ríkisstjórn sem kennir sig við alþýðu landsins hefur ekki staðið vörð um eitt né neitt af því sem hún lofaði, hins vegar hefur ekki staðið á stuðningi þegar bankar og lánastofnanir ræskja sig. Þá eru til milljarðar í tuga og hundraðavís!
Það er eitt mál sem VG ætti að taka fyrir á þessu flokksráðsfundi og það er ESB. Með því að stöðva þá vegferð leysist vandamálið um þjóðareign auðlinda þar sem áfram verður þá tryggt að einungis Íslendingar geti átt kvótann. Þá er einnig hægt að leysa vanda öryrkja, þar sem það fé sem nú fer í aðildaraðlögun gætu að hluta nýst öryrkjum og afganginn mætti nota til að efla grunnþjónustuna.
En því miður virðist aðild að ESB ekki trufla VG lengur, það er greinilega búið að koma "réttu" fólki að og ´"villiköttunum" í búr.
Ætla að tryggja þjóðareign auðlinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna er ég þér sammála, sem oftast áður. Af hverju er ekki farið í allar auðlindir landsins ? Einyrkjar í útgerð sjá ekki snilldina í þessu hjá Jóni Adda Kitta Gau. Er ekki nokkur samlíking með þessu og því sem Mugabe gerði í Eþíópíu ?
Björn Jónsson, 27.8.2011 kl. 07:42
Það er einnig hægt að skoða sögu Zimbabwe, áður Rodesiu. Þetta land var kallað matakista Afríku, þar til kommúnistar komust að völdum og ákváðu að bændur væru stóreignamenn og því réttdræpir.
Landinu var síðan skipt milli þegna landsins en þeir kunnu lítið fyrir sér í búskap svo hungursneið ríkti í þessu gjöfula landi í mörg ár á eftir.
Nú, nokkrum áratugum seinna er þetta land loks að rétta úr kútnum og það vegna þess að stefnan hefur verið tekin á fyrri stefnu, þá stefnu sem ríkti í landinu meðan það hét Rodesia.
Gunnar Heiðarsson, 27.8.2011 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.