Hræsnin eins og hún getur mest orðið

Á flokkráðsfundi VG er flutt tillaga um fordæmingu árása á Líbíu. Nú er það svo að VG er aðili að ríkisstjórn Íslands og hefur þessi ríkisstjórn lýst blessun sinni á aðkomu NATO að þeim hörmungum sem yfir Líbíu hafa dunið síðustu vikur. Því er undarlegt að ætla nú þegar stríðsátökunum eru nánast lokið, að ætla að fordæma verknaðinn. Að fordæma það sem flokkurinn hefur staðið að er hrein og klár hræsni.

Þá er undarlegt orðalag um stuðning við íbúa Líbíu. Er þar átt við stuðning við almenning sem gerði uppreisn gegn stjórnvöldum og fékk til þess liðsinni NATO, liðsinni sem gerði þeim kleyft að brjóta á bak aftur það ofríki sem það bjó við, eða er átt við stuðning við Gaddafi einræðisherra.

Þegar tillagan er skoðuð í heild verður ekki annað skilið en að VG sé að lýsa stuðningi við einræðisherrann!!

Það er spurning hvort flokkráðsfundur VG ætti ekki að flytja tillögu um slit þessa stjórnarsamstarfs, frekar en að koma með hverja tillöguna af annari sem lýsir vanþóknun á verkum ríkisstjórnarinnar.

Þá væri klárlega hreinna til verks gengið!

 


mbl.is Fordæma aðgerðir NATO í Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Af hverju lýsir VG ekki bara yfir stuðningi við Lýbíu?

Óskar Guðmundsson, 29.8.2011 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband