Gert með ráðnum hug - landráð
25.8.2011 | 10:21
Ólína Þorvarðardóttir segir það ekki koma sér á óvart að fjármálastofnanir hrökkvi í kút, það hafi verið vitað við samningu frumvarpsins að þær stofnanir myndu tapa fé vegna þess.
Þetta er ótrúleg játning og vandséð að þeir sem stóðu að gerð þessa frumvarps eigi erindi á Alþingi eða ríkisstjórn.
Ef höfundar frumvarpsins vissu fyrir að fjármálastofnanir myndu tapa fé vegna þeirra laga sem frumvarpið boðar, Landsbankinn einn 25 milljörðum, en hann er í eigu þjóðarinnar og aðrar lánastofnanir einhverjum svipuðum fjárhæðum, er spurning hver tilgangur frumvarpsins er.
Það hefur verið viðkvæði að ekki sé hægt að leiðrétta lán fjölskildna þar sem bankar og lánastofnanir standi ekki undir slíkri leiðréttingu. Nú er ekkert mál að stuðla að tapi þessara stofnana og til hvers? Jú til að kippa grundvellinum undan þeirri atvinnugrein sem heldur þjóðarbúinu uppi, fiskveiðum og vinnslu.
Verk ríkisstjórnarinnar eru oft undarleg og erfitt að átta sig á hvað að baki liggur. Nú er orðið ljóst að verið er með markvissum hætti að koma því svo fyrir að hér verði svo miklar hörmungar að ekki verði annað í stöðunni en innganga í ESB.
Í þessum tilgangi er launafólki og fyrirtækjum haldið í helgreip skattpíningar, alls ekki má leiðrétta stökkbreytt lán fjölskyldna og fyrirtækja, allri uppbyggingu í atvinnustarfsemi er haldið niðri af mætti, grunnþjónustan er dregin niður á plan sem engan veginn er ásættanlegt á meðan ómældum fjármunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni stjórnarþingmanna og nú á að ráðast gegn hellstu atvinnugrein þjóðarinnar sem skilar um helming gjaldeyristekna þjóðarinnar og höggva um leið verulega að bönkunum. Þetta er ekki gert af nauðsyn heldur hugsjón, jafnvel þó höfundarnir hafi vitað allann tímann hversu háu gjaldi það yrði greitt!
Það er ljóst að Samfylkingin og áhangendur hennar á Alþingi hafa áttað sig á að þjóðin mun ekki samþykkja aðild að ESB. Því er farin sú leið að leggja landið í auðn, þá verði eftirleikurinn að aðild auðveldari. Það er ekki lengur hægt að skrifa gerðir ríkisstjórnarinnar á vankunnáttu eða pólitíska réttsýni. Þetta er glæpamennska og ekkert annað.
Ríkisstjórn og þeir þingmenn sem henni fylgja stunda beinlínis landráð og það fyrir opnum tjöldum!!
Ekki óvænt að fjármálastofnanir hrökkvi í vörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er líka alveg ljóst að núverandi Ríkisstjórn mun ekki geta keyrt þjóðina í ESB gegn hennar vilja nema vera búin að gera þessar breytingar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.8.2011 kl. 11:08
Ólína Þorvarðardóttir er EKKi höfundur þessa frumvarps heldur er það Jón Bjarnason. Hún hefur sjálf gagnrýnt margt í þessu frumvarpi. Ég held hún sé að tala um breytingar á kvótakerfinu almennt, en ekki frumvarpið eitt og sér. Það styðja margir Ólínu í baráttu hennar fyrir breytingum á kvótakerfinu.
Sjómannskona (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 19:02
Ég segi hvergi að Ólína sé höfundur þessa frumvarps, hef einfaldlega ekki hugmynd um hennar hlutverk innan ríkisstjórnarinnar.
Hins vegar segi ég að höfundar frumvarpsins og þeir eru fleiri en Jón Bjarnason, eigi að skoða stöðu sína á þingi.
Ólína hefur verið dugleg að tala fyrir frumvarpinu og vissulega hefur hún gagnrýnt ýmsa þætti þess, en sú gagnrýni hefur einkum verið vegna þess að hún telur það ekki ganga nógu langt.
Ekki hefur hún gagnrýnt að það muni kosta þjóðina meira en við ráðum við en segir hins vegar að það hafi verið vitað við samningu þess, svo sennilega hefur hún eitthvað komið nálægt þeirri vinnu.
Ekki hefur hún heldur gagnrýnt að frumvarpið muni kippa rekstrargrundvellinum undan þeirri atvinnugrein sem gefur okkur nærri helmings þess gjaldeyris sem við öflum.
Skrif mín voru ekki gegn Ólínu Þorvarðardóttir, heldur þeirri staðreynd að hún segir að höfundar frumvarpsins hafi vitað við samningu þess að það muni leiða hörmungar yfir þjóðina.
Það er virkilega alvarlegt ef satt er!!
Gunnar Heiðarsson, 26.8.2011 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.