Verndaður vinnustaður

Þórólfur segir að bændur kjósi að þegja um röksemdirnar. Ekki kemur á óvart þó hann segi það, þar sem ekki verður séð að hann fylgist með, svona yfirleitt. Að minnsta kosti er hann 15 árum á eftir samtímanum.

Greinum hans hefur vissulega verið svarað efnislega, enda auðvelt að reka vitleysuna ofaní hann. Hann hefur verið uppvís að því að vísa í gögn sem eru yfir 15 ára gömul og löngu úrelt, hann hefur verið uppvís að því að fara með staðlausa stafi og beinlínis ljúga, hann hefur verið uppvís að því að snúa staðreyndum á haus og hann hefur verið uppvís að því að kasta fræðunum fyrir pólitíkina. Þetta hafa fulltrúar bænda og reyndar fjöl margir aðrir bent á, en auðvitað hefur Þórólfur ekki séð þá gagnrýni. Kannski hann lesi hana eftir 15 ár!

Þessi aðgerð LS er því algerlega eðlileg. Það er ljóst að ekki er hægt að láta stofnun marka stefnu fyrir atvinnugrein þar sem yfirmaður stofnunarinnar er opinberlega á móti og skrifar greinar nærri því vikulega gegn atvinnugreininni.

Það er hins vegar skuggalegt að rektor HÍ skuli verja þetta framferði, sérstaklega þegar skrif próferssorsins eru andstæð þeim kenningum sem hann ber ábyrgð á að kennd séu við skólann. Með þessu er rektor að segja að kennurum skólans sé heimilt að halda úti hvaða rugli og vitleysu sem er, jafnvel þó það stangist beint á við fræðin, engöngu í nafni málfrelsis! Það er alvarleg afstaða!

Kennarar hljóta að þurfa að halda sig við sín fræði þegar þeir tjá sig opinberlega, sérstaklega þegar það er gert undir starfsheiti! Það hefur Þórólfur ekki gert.

Sá sem hagaði sér með þeim hætti sem Þórólfur hafur gert og væri á almennum vinnumarkaði væri samstundis rekinn. En Þórólfur þarf ekki að óttast slíkt. Hann vinnur á vernduðum vinnustað og þyggur laun frá fólkinu í landinu, einnig bændum!!

 


mbl.is Þórólfur: Dæmir sig sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband