Að bera í bakkafullann lækinn

Það er vissulega að bera í bakkafullann lækinn að skrifa nú þriðja bloggið í röð um mál sem er í raun ekki nein frétt, heldur eðlileg og fyrirsjánleg þróun, brotthvarf Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum.

Viðtalið við hann í Kastljósi í gær varpaði vissulega ljósi á hugsun hans í pólitík, fyrir þá sem ekki höfðu þegar áttað sig á honum.

Hann sagðist yfirgefa flokkinn vegna afstöðu hans í ESB málinu og þegar Þóra spurði hvort ekki væru einhver fleiri mál sem kæmu inn í myndina sagði hann það vissulega vera. Stefna í mynntmálum, að andstaða innan flokksins við upptöku evru væri honum ekki að skapi og svo hversu "þjóðrækinn" flokkurinn væri orðin, vegna þess að ekki mætti klára aðildarviðræður.

Þá hefur Guðmundur sagt að stuðningur hans við ríkisstjórn Jóhönnu sé ekki skilyrðislaus. Hvaða skilyrði hann setur hefur ekki enn komið fram en mun væntanlega skýrast. Þá segist hann ekki styðja Fransókn og Sjálfstæðisflokk til valda, þar sem þeir vilja draga umsóknina í ESB til baka.

Það liggur því allt að sama brunni hjá Guðmundi, ESB!

Það dylst engum aðdáun Guðmundar á ESB, enda hefur hann ekki farið dult með hana. Það sem kemur hins vegar á óvart er hversu fastur hann er fyrir í þessu máli, hversu blindur hann er á það sem fram fer og hversu blindur hann er á þá þróun sem nú á sér stað innan ESB, ekki síst innan þeirra 17 ríkja sem búa við evru.

Það er vissulega ástæða til að óska Guðmundi velfarnaðar í pólitík, honum veitir vissulega ekki af. Ef hann getur ekki gert betur en í Kastljósinu í gærkvöldi, er honum óhætt að fara að skoða sig um eftir vinnu. Sú frammistað var honum ekki til framdráttar.

Það er annars merkilegt að Guðmundur sonur Steingríms sem var sonur Hermanns, skuli yfirgefa flokk feðra sinna vegna þess að flokkurinn hefur tekið nýja stefnu. Sú stefna er til samræmis við þá stefnu sem flokkurinn hafði undir stjórn föður hans og afa. Eftir að faðir hans yfirgaf formannstól flokksins var tekin upp ný stefna undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar. Sú stefna byggðist fyrst og fremst á sérhagsmunapólitík og daðri við ESB og leiddi flokkinn niður á lægsta plan sem hugsast getur fyrir flokk sem starfar á landsgrundvelli.

Þessa stefnu vill Guðmundur verja.

Ég óska Framsóknarflokknum til hamingju og Guðmundi alls góðs.

 


mbl.is Afkomandi tveggja forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband