Hreinsun innan Framsóknar
22.8.2011 | 18:03
Samfylkingarfólkið innan Framsóknarflokksins er nú loks að yfirgefa flokkinn, eitthvað sem þetta fólk hefði átt að vera löngu búið að gera.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort Siv fylgir skoðanasystkynum sínum eftir eða hvort hún lætur sig hafa það að sitja áfram í þeim flokki sem hefur fóðrað hana undanfarna áratugi. Ekki að það breyti svo miklu fyrir hana hvora leiðina hún velur, hennar tími á Alþingi er liðinn.
Þá verður einnig fróðlegt að sjá hvert hlutverk Guðmundur fær í ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hvort hann láti sér nægja að styðja hana til þess eins að koma ESB viðræðum aftur af stað eða hvort hann telur sig hæfann til að fá "stól" og krefjist hans fyrir vikið.
Í öllu falli eru þessar hreinsanir góðar fyrir flokkinn og gerir hann hreinni á eftir!
Þær eru hins vegar ekki eins góðar fyrir íslensk stjórnmál þar sem þetta mun sannarlega lengja líf ríkisstjórnarinnar og því viðhalda áfram þeirri afturför og kjaraskerðingu sem yfir fólkið í landinu dynur, auk þess sem kreppan mun halda áfram og dýpka.
Gísli Tryggvason úr Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn verður aldrei hreinn..Sif Friðleifsdóttir er búinn að fá vinnu út í Brussel á vegum Össurar...
Vilhjálmur Stefánsson, 22.8.2011 kl. 21:38
Enginn stjórnmálaflokkur verður nokkurntímann hreinn, en það er kristaltært að Framsóknarflokkurinn verður hreinni eftir þessar úrsagnir Samfylkingarfólksins innan hans.
Vissulega hefði verið betra ef Siv hefði fylgt Guðmundi, en það breytir þó litlu fyrir flokkinn hvort hún verður eða fer, hennar tími í pólitík er liðinn.
Hvort vinur hennar Össur hefur útvegað henni starf í Brussel veit ég auðvitað ekki en ef svo er má vissulega óska henni og reyndar okkur hinum líka, til hamingju.
Gunnar Heiðarsson, 23.8.2011 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.