Nýr Samfylkingarflokkur

Það er misjafnt hverjum augum menn líta siðferði og á það sérstaklega við í pólitík.

Nú segir í DV að Guðmundur Steingrímsson ætli að kljúfa Framsóknarflokkinn, vegna þess að hann telur flokkinn ekki vera trúr gildum sínum. Það er undarlegt siðferði þegar það er talið vinna gegn stjórnmálaflokki að hann standi við eigin stefnu, sem mörkuð er á fundum flokksins og staðfest á flokksþingi.

Guðmundur hefur vissulega sagt að hann sé hlynntur aðild að ESB og hefur ekki farið neitt dult með þá skoðun sína. Hins vegar er stefna Framsóknarflokksins klár á þessu sviði og því er það Guðmundar að ákveða hvort hann vilji fylgja henni eða ekki. Hann getur ekki ætlast til að flokkurinn fylgi honum!

Það er annars undarleg tímasetning þessarar fréttar. Einmitt nú þegar ríkisstjórnin stendur á brún hengiflugins og vandséð að hún komi fjárlagafrumvarpinu í gegn, einmitt nú þegar aðildarviðræður við ESB virðast silgdar í strand og einum ráðherra kennt um það, þá kemur Guðmundur í DV og segir að hann ásamt fleirum Framsóknarmönnum ætli að kljúfa flokkinn og stofna nýjan. Það skildi þó ekki vera að einhverjir ráðherrastólar séu í boði?

Reyndar er full langt að segja að Framsóknarflokkurinn klofni þó Samfylkingarfólkið innan hans yfirgefi flokkinn, nær væri að tala um að flísast hefði úr flokknum.

Eftir stendur hreinni og sterkari Framsóknarflokkur.

Reyndar er merkilegt að Guðmundur og co skuli ætla að stofna nýjan flokk. Hvers vegna ganga þeir ekki bara í Samfylkinguna? Telja þeir sig fá meiri völd með því að verða einhverskonar oddaflokkur í ríkisstjórn? Það er vissulega misjafnt hverjum augum hver lítur siðferði!!

Það skal þó tekið fram að þetta er skrifað vegna fréttar í DV, en það blað hefur ekki verið þekkt fyrir að fara vel með sannleikann svo hugsanlega er um spunafrétt að ræða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband