Sveitastjórnir súpa nú seiðið af óstjórn og glæfrastarfsemi

Er nema von að sveitafélögin eigi erfitt með að fjármagna lögbundnar skildur sínar. Þar koma launahækkanir málinu lítið við, heldur er óstjórn fyrst og fremst um að kenna.

Á árunum fyrir hrun fóru sveitarfélög landsins mikinn. Ekkert sveitarfélag gat verið án sparkvallar og voru slíkir settir um allt, jafnvel við skóla sem höfðu einungis 10 - 15 nemendur, nauðsynlegt þótti að byggja sem flestar og stæðstar íþróttahallir, algert brjálæði var í lagningum gatna og standa heilu hverfin nú með gatnakerfi, frárennsliskerfi og aðveitukerfum án nokkurs húss!

Þá voru sum sveitarfélög á kafi í fjárfestingum sem voru algerlega ótengd rekstri þeirra og töpuðu miklum fjárhæðum þess vegna. Þetta framferði var ekkert annað en glæfrastarfsemi!

Það er því ekki vegna kjarasamninga sem sveitarfélögin verða nú að draga saman, það er eingöngu vegna fyrri óstjórnar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum varð einhver endurnýjun en þó merkilega lítil. Sumstaðar varð engin endurnýjun og nákvæmlega sama fólk við völd og áður. Þó endurnýjun hafi orðið sumstaðar hjálpar það þó ekki, skaðinn er skeður.

Sveitarfélög hafa ákveðnum skildum að gegna. Ef þau halda að þeim skildum verði einungis gengt með því að halda launum láglaunafólks niðri eru stjórnendur þeirra á villigötum.

Ef varlega hefði verið farið í stjórnun sveitarfélaganna fyrir hrun væri ekki þessi staða nú. Þá hefðu þau efni á að greiða mannsæmandi laun. En því miður eru fá sveitarfélög sem geta státað af góðri stjórn. Því verður að finna aðra leið til fjáröflunar. Flest eru þegar með skattlagningu í hámarki svo varla verður meira sótt þangað. Hins vegar hefur lítið farið fyrir endurskipulagningu stjórnkerfis margra þeirra, en það bólgnaði í takt við loftbólu bankanna fyrir hrun. Þar má hugsanlega sækja nokkurt fé!

En vart er að búast við að stjórnendur sveitarfélaganna búi yfir þeirri skynsemi að þangað verði leitað fjár, meiri líkur eru á að fækkað verði störfum þeirra sem lægstu launin hafa og meira álag sett á þá sem eftir verða, þjónusta dregin saman og fólki gert í enn frekari mæli að greiða fyrir þá lögbundnu þjónustu sem sveitarfélugum ber að veita!

 

 


mbl.is Sveitarfélögin skoða hvernig launahækkun verður mætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband