Kaþólskari en Páfinn !!
11.8.2011 | 18:56
Katrín Júlíusdóttir segir að til greina komi að skylda erlendar ferðaskrifstofur til að hafa íslenska fararstjóra með í ferðum hér á landi, en þó verði að passa vel að styggja ekki háu herrana í Brussel. Þá bendir Katrín á að reglur hér á landi séu sambærilegar við vilja þeirra.
Þetta kallast að vera kaþólskari en páfinn, að vilji ESB skuli vera æðri velferð Íslands.
Það er þó þannig að hvort sem reglur ESB leyfa þetta eða ekki, þá eru mörg lönd innan ESB sem setja erlendum ferðaskrifstofum slíkar kvaðir og flest lönd utan ESB.
Katrín Júlíusdóttir er ráðherra í ríkisstjórn Íslands og sem slík á hún að láta velferð landsins ganga fyrir. Ef það stangast á við vilja ESB á hún að sjálfsögðu að leysa það mál á þann hátt að Ísland beri ekki skarðann hlut. Hún á ekki að láta herrana í Brussel segja sér fyrir verkum, enda erum við ekki komin með aðild að ESB og verðum vonandi aldrei!
Jafnvel gert að hafa íslenska leiðsögumenn með í för | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.