Auðvitað

Auðvitað hefur svört starfsemi aukist, það gerist alltaf þegar skattar eru hækkaðir og raunlaun lækka. Á þetta hefur marg oft verið bent, sérstaklega þegar fjármálaráðherra hefur verið að leggja á eða hækka skatta.

Þar fyrir utan hefur skattkerfið verið flækt verulega, en það leiðir einnig af sér aukna svarta vinnu.

Það sér hver heilvita maður að sú stefna sem núverandi ríkisstjórn framfylgir er ekki að ganga, þvert á móti er hún að smá draga máttinn úr þjóðinni. Tekjur ríkissjóðs standa í stað og munu síðan lækka, þrátt fyrir gífurlegar hækkanir og fjölgun skatta.

Þessi ríkisstjórn veldur ekki því verkefni sem hún hefur tekið að sér og á því að sjá sóma sinn í því að hætta. Hún er verri en engin, þar sem mörg verkefni hafa dagað uppi vegna afskipta stjórnvalda. Látum vera þó ríkisstjórnin geri ekkert, ef hún léti það nægja. En svo heppin erum við ekki, það er fjölmargt sem þessi ríkisstjórn hefur gert, en það miðar allt að því sama, að gera fjölskyldum og fyrirtækjum erfiðara fyrir!!

Því ætti ekki að koma neinum á óvart að svört atvinna sé að aukast og varla getur það talist fréttnæmt. Þetta er eðlileg þróun miðað við það stjórnarfar sem hér ríkir!!

 


mbl.is Svört starfsemi í blóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er svo komið að aumingjakerfið sem Hóhrannar byggði á móti harðri skattastefnu og lækkun almennra launa og raunskeðingu kaupmáttar (ef með telst innreiknuð verðbólga) skla því að það borgar sig ekki að vinna.

Seingrímur áttar sig heldur ekki á því að það er verið að kenna kynslóðinni, sem annars væri að koma á vinnumarkaðinn, að leggjast niður og gera sem minnst auk þess að eignist það peninga að þa´borga r sig að eyða þeim núna þar sem eignir og sparnaður brenna upp í höndunum á misvitrum pólitískussum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 13:48

2 identicon

Það borgar sig síðan alls ekki að gefa upp ef eitthvað býðst svart þar sem að þ.að er bara eins og að henda peningunum beint í eldinn á skattabálinu.

M.v. þær bætur sem hér bjóðast þurfa lámarkslaun að vera amk 320 þ.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 13:50

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er lítið sem ekkert nýtt við þessa þróun. Í margar aldir er búið að sanna þetta og skrá niður. Hins vegar vill núverandi ríkisstjórn ekki hætta að berja höfðinu við steininn á milli þess sem það hefur það grafið í sandinum.

Fólk er ekki bara eins og hver þorskur sem dreginn er að landi sem hægt er að slátra og selja til þess að auka tekjur fyrir eigin spillingarbruðl og stjórnunarheimsku.

Jafnvel þrælahaldarar fyrri alda vissu að það væri lítill ávinningur í að drepa alla þræla sína með ánauð.

Sumarliði Einar Daðason, 29.7.2011 kl. 14:48

4 identicon

Einu sinni var maður (segjum að hann heiti Seingrímur) sem átti tvær hænur.

Þegar að önnur þeirra veiktist slátraði Seingrímur hinni ... til að geta soðið hænsaseyði handa veiku hænunni.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 15:55

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Vel mælt Óskar! Eins gott að sá maður verði aldrei fjármálaráðherra - ekki einu sinni í spilltu löndum þróunarlanda

Sumarliði Einar Daðason, 29.7.2011 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband