Má bjóða yður köku ?

Því miður er hún bökuð hér heima, þannig að vottun ESB vantar. Það hefur þó engum orðið meint af hingað til, en mér ber skylda til að láta þig vita að kakan sé ekki bökuð í vottuðu eldhúsi.

Það er margt skrítið sem kemur frá framkvæmdastjórn ESB, eins og sú reglugerð að ekki megi selja kökur nema þær séu bakaðar í vottuðu eldhúsi. Þó ber að geta þess að ákafi íslenskra stjórnvalda um að undirlægjast ESB, er svo mikill að svona minniháttar reglugerð, sem flest eða öll lönd ESB hafa tekið upp sem reglugerð, er tekin hér upp sem lög!

Vissulega er rétt að hafa matvælaeftirlit gott og því eðlilegt að framkvæmdastjórnin leggi sig fram um að elta uppi kvennfélög og góðgerðahópa og stoppi þessa starfsemi þeirra. Allur er varinn góður!

Það vekur þó athygli að meðan framkvæmdaráðið er svo upptekið af hollustu varðandi bakstur og eldamennsku, er það að semja reglugerð sem dregur verulega úr gæðum mjólkur!

Það er semsagt í lagi að hráefnið sé lélegt, ef einungis er unnið úr því í viðurkenndu eldhúsi!!

 


mbl.is Múffurnar lutu í lægra haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband