Uppskrúfað lið

Þeir sem hafa komið fram í fjölmiðlum, af þeim sem sátu hið ólöglega stjórnlagaráð, hafa eitt sameiginlegt. Þau hafa öll verið uppskrúfuð og sjálfshælin. Nú síðast Ómar Ragnarsson, sá ágæti maður.

Þetta fólk er sammála um að það telji sig hafa gert eitthvað kraftaverk, sem er þó fjarri sanni. Eina kraftaverkið sem gerðist innan þessa ráðs, var að það tókst að koma þeirri einu grein inn í plaggið, sem Samfylkingin vænti, afsal þjóðarinnar undir erlenda aðila. Það getur þó varla kallast kraftaverk þar sem sá flokkur hafði meirihluta í nefndinni, meðal annars fólk sem opinberlega hefur barist á hæl og hnakka fyrir inngöngu í ESB!

Við fyrsta yfirlestur er ekki að sjá nein önnur kraftaverk, þó vissulega séu þarna greinar sem eru til bóta og einnig tekið á vafamálum og þau skilgreind nánar.  En hins vegar eru nokkur atriði sem orka verulega tvímælis og einnig er innan þessa plaggs greinar sem beinlínis stangast á.

Þessi tillaga ráðsins til Alþingis um stjórnarskrá er langt í frá einhver meiriháttar bylting eða sigur. Enda vart hægt að ætlast til þess á aðeins fjórum mánuðum.

Ómar segist stoltur af vinnuni í ráðinu og segist standa við hverja grein. Gott hjá honum, en það er þó einungis hans eigið mat. Syngi hann sem mest, sjálfum sér til ánægju!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband