Hvort er skynsamara ?
20.7.2011 | 09:45
Evruríkin hafa einungis tvo kosti, að sleppa evrunni og taka upp eiginn gjaldmiðil eða auka samruna Evrópu og setja eina efnahagsstjórn yfir ríki evrunnar.
Báðir kostirnir eru slæmir, en hvor er skárri? Það er öllum ljóst að með fórnun evrunnar mun myndast kreppa, um tíma. Sú lausn mun bíta fast og ekki einungis innan evrulanda. Áhrifin munu verða víðar, einnig hér á landi.
En með samruna evruríkjanna í eitt stórveldi, munu fjármálamarkaðir róast, en einungis tímabundið. Með samruna í eitt stórríki má gera ráð fyir algerri upplausn meðal almennings í Evrópu. Slík upplausn mun leiða til enn meiri hörmunga og að sjálf sögðu mun slík upplausn einnig leiða til fjármálakreppu.
Því er ekki annað séð en einungis ein leið sé fær, að fórna evrunni. Það mun verða högg á efnahag margra ríkja en er þó eina leiðin sem hugsanlega skapar frið.
Því miður eru völd ESB orðin svo mikil að almenningur hefur lítið um þetta mál að segja. Því verður að treysta á skynsemi og vit þeirra sem með völd þar fara. Því miður hefur það fólk ekki sýnt merki þess hingað til og því er maður svartsýnn.
Það er þó merkilegt að hér uppi á hinu fagra Íslandi koma fram tillögur frá ólöglegu stjórnlagaráði um að setja í fárra manna hendur framtíð landsins. Þar eru tillögur um að Alþingi geti afsalað völdum til erlendra aðila. Skynsemi íslenskra pólitíkusa er oft á tíðum lítt skárri en þeirra sem í Brussel sitja og því vart bjart framundan hjá okkur Íslendingum, ef þessi breyting nær fram að ganga.
Björgun evru háð afsali fullveldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Þetta eru áhugaverðar pælingar hjá þér, ég er ansi hræddur um að Bandaríki Evrópu séu í uppsiglingu.
Brusselmenn sækjast eftir meiri völdum, eins og stjórnmálamönnum er tamt að gera, einnig kallar Evran á það, að ESB ríkin hafi sameiginlega hagstjórn.
Ég hef lengi verið á þeirri skoðun, að miðað við þróun ESB, þá myndi það henta öllum Evrópuríkjum að standa utan þess, því ég er mikill og einlægur Evrópusinni og hef mikla trú á Evrópu. ESB er vitanlega staðnað batterí sem hugsar fyrst og fremst um að halda völdum, því það er andskoti gott að hafa, ef ég man rétt, 1400.000. ísl. krónur á mánuði í gunnlaun fyrir utan ýmis hlunnindi og sporslur.
Menn sleppa slíku ekki svo glatt, þannig að ég tel það hæpið að ESB vilji fórna Evrunni, þeir vilja örugglega frekar meiri samruna og Brussel menn fá oftast nær sitt í gegn.
Þess vegna eigum við að hætta að hugsa um inngöngu, ef við förum inn þá höfum við ekkert lengur um okkar mál að segja.
Jón Ríkharðsson, 20.7.2011 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.