Skammtalækning

Það svokallaða samkomulag sem nú hefur náðst innan evruríkjanna og Evrópska seðlabankans, er einungis frestun á vandanum.

Þjóðverjar náðu Frökkum og Seðlabanka Evrópu á sitt band og í krafti þess var gert samkomulag sem önnur ríki evrusamstarfsins urðu að gangast að. Þannig virkar nú lýðræðið í hinu dásamlega ESB!

Vissulega er ýmislegt ágætt í samkomulaginu, lægri vextir og lengri lánstími stendur þar hæðst. Einnig að þau atriði skuli vera látin ganga til Írlands og Portugals. Þá munu einhverjar niðurfellingar skulda Grikklands hjálpa þeim eitthvað. En þetta er einungis lausn á fyrrverandi vanda, vanda sem ráðamenn ESB bjuggu til fyrir nálægt ári síðan, vanda sem kemur í raun ekkert sjálfu vandamáli evrunnar við.

Þá eru veitt enn frekari lán til Grikklands og eins og þegar fyrsta "hjálpin" var veitt þangað, eru þessar ráðstafanir sagðar einungis vera til þeirra og í þetta eina sinn. En nú, eins og þá, er ljóst að Írland, Portugal, Spánn, Ítalía og fleiri lönd evrunnar munu þurfa aðstoð innan fárra vikna og mánaða. Það er ekkert í þessu samkomulagi sem tekur á komandi vanda, einungis þeim vanda sem nú er uppi á borðinu og þeim vanda sem þetta ráðafólk bjó sjálft til fyrir um einu ári.

Ráðamenn ESB, mað Angelu Merkel í fararbroddi, hafa ekki þor né kjark til að taka á sjálfu vandamálinu og hugsanlega vantar þeim einnig viskuna. Því er þetta samkomulag einungis skammtalækning. Einhver viðbrögð markaðarins til hins betra mun sjást, en einungis til skamms tíma.

Það sem þetta fólk veit en þorir ekki að taka á er að einungis tvær leiðir eru færar til framtíðarbjörgunar evrulandanna, annað að leggja niður evruna og taka upp fyrri gjaldmiðla ríkjanna eða hitt að stofna eitt stórríki Evrópu.

Þeim hugnast ekki að leggja niður evruna, telja það vera ósigur og þau þora ekki að stofna Stórríki, af ótta við íbúa þeirra þjóðlanda sem evruríkin skipa.

Hvorugur kosturinn er góður, en annan verður að velja!!


mbl.is Mikill léttir fyrir gríska hagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband