Þessu verður að linna !!

Þann fyrsta febrúar 2009, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, voru tekjur ríkisins af hverjum seldum líter nálægt 70 - 75 krónum. Nú rúmum þrem árum seinna eru þessar tekjur af sama líter nærri 120 krónum! Þær hafa því hækkað um rúm 60%!!

Svo heldur fjármálaráðherra því fram að tekjur ríkisins af eldsneyti hafi ekkert hækkað! Heldur maðurinn virkilega að Íslendingar séu fífl?! Þessi sami maður hefur á þessum tíma aukið beinar álögur á eldsneyti auk þess sem virðisaukaskatturinn er prósenta sem n.b. hefur einnig verið hækkaður, leggst á endanlegt verð, einnig skatt ríkisins!!

Gylfi Arnbjörnsson, sem titlar sig forseta yfir ASÍ, ætlaði af límingunum þegar sauðfjárbændur hækkuðu verð á kjöti til afurðastöðvanna um 25%, hækkun sem væri nærri 7% til neytenda ef hún færi óhindruð í gegn. Hækkun sem er vel rökstudd ósk sauðfjárbænd, ósk af sama meiði og launþegasamböndin leggja fram við upphaf kjaraviðræðna. Hvernig væri ef þessi maður kæmi nú einu sinni niður úr sínum fílabeinsturni og færi að vinna vinnu sína. Fyrsta verkið væri þá augljóslega að skoða verðmyndum á eldsneyti, áhrif þess á launafólk og hvar hægt er að koma við lækkun!!

Þar væri hægt að skoða meinta samkeppni olíufélaganna en þó fyrst og fremst skattheimtu ríkisins!

Steingrímur Jóhann ber sér á brjóst og segir verð á eldsneyti síst hærra hér á landi en í nágrannalöndunum. Þar ber hann fyrir sig skýrslu sem einhver hulduhópur, skipaður af honum sjálfum, komst að. Niðurstaða þessa hóps er með þeim ólíkindum að jafnvel forsvarsmenn FÍB hafa varla nennt að svara henni. Enda takmörk hvað hægt er að draga umræðuna niður á lágt plan.

Vissulega er verð hærra á hvern líter í löndunum austan við okkur en mun lærra ef litið er til vesturs. Þó breytir engu hvert litið er, allstaðar eru laun mun hærri. Og það er það sem skiptir máli, hversu marga lítra er hægt að fá fyrir unna klukkustund!!

Það er ljóst að verð á eldsneyti er komið langt út yfir öll velsæmismörk. Þegar staðan er orðin með þeim hætti að þeir sem neyðast til að aka eigin bifreið til og frá vinnu, eru komnir í þá stöðu að mun hagstæðara sé að vera á atvinnuleysisbótum, er eitthvað stórkostlegt að! Þá hefur eitthvað brugðist!

Þessi staða er þegar komin upp, þökk sé fjármálaráðherra. Honum dugir ekki að koma í veg fyrir að fyrtæki landsins fái lifað, heldur vill hann ekki að launþegar geti stundað sína vinnu! Því verður að breyta. Ekki er í myndinni að hækka launin, þannig að lækkun á verði eldsneytis er eina lausnin. Samráð olíufélagana er öllum ljóst og þarf vissulega að taka á því. Þar gætu hugsanlega fundist einhverjir aurar til lækkunar, mestu skiptir þó skattaálögur ríkisins, þar er hægt að taka til hendinni!

Þessu verður að linna!!


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband