Hagfræði kommúnistans
17.7.2011 | 01:48
Hagfræði kommúnistans er mögnuð. Þar er svart hvítt og hagnaður er bannorð. Þar er öllu snúið á haus. Reyndar hefur þessi hagfræði verið reynd í nokkrum löndum, allt frá því hún kom fram í byrjun síðustu aldar, en aldrei gengið upp.
Þessi hagfræði nær þó nýjum hæðum hjá þeirri ríkisstjórn sem hér situr að völdum. Hugmyndafræði fjármálaráðherra er með þeim ólíkindum að jafnvel Lenín myndi skammast sín.
Nýjasta dæmið er sú fyrra sem kom frá starfshópi sem skipaður var til að skoða hvort ríkið ætti að koma að með lækkun á eldsneytissköttum og síðan þær hugmyndir sem heyrst hafa eftir það. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að eldsneyti ætti bara eftir að hækka og því engin ástæða fyrir stjórnvöld að grípa inní. Enn fremur komst þessi starfshópur að þeirri undarlegu niðurstöðu að skattar af eldsneyti dygðu ekki fyrir vegagerðina og auðvitað heyrðust þá strax hugmyndir um aukinn skatt á eldsneytið, eða veggjöld. Jafnvel hvorutveggja!
Einhver hefði haldið að einmitt vegna þess að svo virðist vera sem eldsneyti eigi einungis eftir að hækka, þyrfti að draga úr skattlagningu ríkisins á þessa nauðsynjavöru. En nei, ekki samkvæmt hagfræði kommúnistans. Samkvæmt henni á að skattleggja þá sem eru þegar skattpíndir meira en góðu hófi gegnir, enn meira. Breytir þar einu þó sú skattlagning komi beina leið út í verðlagið og hækki matvöruverð eða að sú skattahækkun leiði til aukinnar verðbólgu og hækki afborganir lána. Slíka smámuni nær hagfræði kommúnistans ekki yfir!
Samkvæmt hagfræði kommúnistans er betra fyrir þjóðina að færa erlendum vogunarsjóðum tvo af þremur stæðstu bönkum landsins og ekki eins og það sé nóg, heldur fá síðan þessir erlendu bankar sparisjóðina í kaupbæti! Það er hætt við að Steingrímur verði forviða þegar bankarnir hrynja aftur. Þá munu þessir erlendu eigendur tveggja af þrem stæðstu bönkum landsins og stórum hluta sparisjóðanna, sjá svo um að ekki verði en einasta króna eftir í þeim. Það verður búið að koma öllu þeirra fé úr landi áður en hrunið skellur á!
Það eru fáir Íslendingar lengur sem efast um að Steingrímur J Sigfússon hefur framið landráð. Fyrst sveik hann flokk sinn og síðan þjóðina. Ef telja ætti upp allt sem þessi maður hefur staðið fyrir, öll þau svik sem hann hefur haft uppi gegn þjóðinni, væri sá listi langur. Þar sem hann hefur jú einungis verið fjármálaráðherra í rúm tvö ár ættu svikin að vera enn í mynni fólks. Það er leitun að stjórnmálamanni sem hefur verið jafn stórtækum í svikum við sína þjóð á jafn stuttum tíma og Steingrímur Jóhann Sigfússon. Allt er það gert í nafni hugsjónarinnar, hins kommúníska draums!!
Nú bíður maður í örvæntingu eftir að lesa í fréttum að von sé á Hugo Shavez, Raul Kastro eða jafnvel Kim Jong Il í opinbera heimsókn. Þá loks gæti Steingrímur slappað af, verkefninu væri endanlega lokið.
Steingrímur getur alltaf huggað sig við það að þegar þjóðinni tekst loks að losa sig við hann úr ríkisstjórn, geti hann fengið inni hjá vinum sínum, þeim Hugo, Raul eða Kim. Hann getur því komið sér undan dómi landsdóms með því að flýja til einhvers þeirra!
Athugasemdir
"Ef telja ætti upp allt sem þessi maður hefur staðið fyrir, öll þau svik sem hann hefur haft uppi gegn þjóðinni, væri sá listi langur".
Hárrétt! Hvernig væri að byrja að taka saman þennan lista og gefa hann svo bara út í bók fyrir jólin? Það yrði náttúrulega að vera rafræn bók því það eru varla til nógu mörg tré til að hægt sé að prenta hana á pappír fyrir landann.
Björn (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.