Bullið í Þorsteini Pálssyni

Þorsteinn Pálsson ritar sinn vikulega pistil í blað Jóns Ásgeirs. Eins og oftast áður er pistill hans um ágæti ESB og ömurleika þeirra sem andvígir eru aðild.

Að þessu sinni tekur hann fyrir landbúnaðinn, enda meðvitaður um að þar verði nokkur fyrirstaða fyrir því að draumur hans rætist, að við verðum aðilar að hinu "dásamlega ESB".

Þorsteinn leifir sér þann pólitíska hráskinnsleik að skauta framhjá óþægilegum sannleik og kemur einungis fram með hálfkveðnar vísur. Enda maðurinn fyrrverandi pólitíkus og því kunnátta hans á þessu sviði nokkur.

Hann segir að bændum hafi fækkað í Finnlandi eftir inngöngu í ESB, en það hafi einnig gerst hér á landi á sama tíma. Þorsteinn reiðir þó ekki fram neinar tölur, enda sá samanburður ekki máli hans til framdráttar. Þetta telur hann vera eðlilega þróun og vissulega má segja að eitthvað sé til í því. En hvað er eðlilegt og hvað ekki. Landbúnaður í Finnlandi er mjög ólíkur hinum Íslenska og því vart hægt að bera þetta saman. Þó má benda á að jafnvel þó býlum í Finnlandi hafi fækkað um nær helming frá inngöngu og bændum fækkað að sama skapi, hafa tekjur þessara manna lækkað verulega, mun meira en þeirra Íslensku.

Þorsteinn segir að afstaða bænda sé þversum en þó ekki ómálefnaleg!! Hvað á hann við? Ef bændur eru með málefnalegan flutning, hvernig getur hann þá verið þversum? Er ekki meiri ástæða fyrir staðfestu bænda gegn aðild einmitt sú að þeir hafa kynnt sér málið vel? Það er engin starfstétt eða hagsmunahópur sem hefur kynnt sér jafn vel og bændasamtökin hver áhrif aðildar hefur á þeirra hag. Betur væri ef fleiri gerði slíkt hið sama, ekki síst samtök launþega!

Þá tekur Þorsteinn út eitt atriði sem bændasamtökin hafa lagt til grundvallar aðild, en forðast að ræða hin. Það er tollaverndin. Þar sakar hann bændur um tvískinnung og segir þá tilbúna til að selja þá vernd til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, en þegar að ESB kemur má ekki selja. Auðvitað fer Þorsteinn ekkert nánar út í þennan meinta vilja á sölu tollverndar, enda ekki málstað hans til framdráttar, frekar en annað sem Þorsteinn heldur leyndu.

Þorsteinn telur að landbúnaðarstefna ESB muni auka fjölbreytni í landbúnaði. Það væri þá í fyrsta sinn innan ESB. Ef vilji er til að auka fjölbreytni í Íslenskum landbúnaði, þá stendur ekki á bændum að taka þátt í því. Reyndar er hægt að upplýsa Þorstein um það að slík fjölbreytni hefur þegar hafist hjá Íslenskum bændum, án afskipta ríkisins eða ESB. Það kallast sjálfskaparviðleitni og aðlögunarhæfni og Íslenskir bændur hafa nóg af þeim kostum. Það hefur hins vegar hamlað nokkru hér á landi að veðurfarið er nokkuð ólíkt því sem víðast þekkist. Þó hefur hlýnun valdið því að bændur eru farnir að auka kornrækt mikið, nú eru í gangi tilraunir með ræktun repju til olíuframleiðslu, skógrækt hefur verið stunduð um áratugi og fleira mætti telja. Ekki má svo gleyma ferðaþjónustunni, en hún blómstarar. Íslenskir bændur þurfa ekki ESB til að segja sér fyrir verkum, atorka þeirra er næg og ekki vantar dugnaðinn.

Ef Þorsteinn Pálsson vill kynna sér áhrif ESB á landbúnað, ætti hann að kynna sér þann Danska. Danir voru þekktir fyrir svín og kjúklinga. Þar voru rekin einhver bestu og stæðstu svína og kjúklingabú Evrópu, með tilheyrandi úrvinnsluiðnaði. Upp úr 1992, eftir að Maastricht samningurinn var gerður, fór að halla undan fæti og eftir 2004, þegar ESB var stækkað verulega og þá mest til austurs, varð hrun í Dönskum landbúnaði. Fyrst fór vinnslan úr landi, enda mun ódýrara vinnuafl austar, síðan hefur ræktunin og eldið markvisst verið að fara frá Dönskum bændum og flytjast austar í álfuna. Nú stendur Danskur landbúnaður á brauðfótum og matarverð í Danmörku er orðið það hæðsta sem þekkist innan ESB. En Danir fengi hraðbrautir þvers og krus um land sitt!

Ekki er að sjá að mikið fari fyrir fjölfbreytninni í Dönskum landbúnaði. Þar var allt byggt upp af fáum greinum og þegar tvær þeirra hrynja kemur ekkert í staðinn. Það merkilega er þó að Danir njóta mikilla styrkja úr sjóðum ESB, styrkja sem ætlaðir eru til landbúnaðar. Vandamálið þar á bæ, eins og svo víða innan ESB, er að þessir styrkir lenda á fárra manna höndum, manna sem oftar en ekki eru framarlega í viðskiptalífinu og sumir jafnvel aldrei búið í sveit!

Þetta er sú leið sem Þorsteinn Pálson vill fara. Það merkilegasta við þetta allt er þó að Þorsteinn var einu sinni formaður þess flokks sem kennir sig við frjálsræði einstaklingsins. Nú aðhyllist hann stefnu sem byggir á fullri stýringu að ofan!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Já því miður er þorsteinn að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn með þessu ESB bulli sínu

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 17.7.2011 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband