ESB ákveður framsal fiskveiðikvóta

Í nýrri sjávarútvegsstefnu ESB verður tekið upp framsalsheimild á kvóta. Þetta er gert vegna þess að sú stefna sem hefur verið í gildi síðustu 28 ár ber ekki árangur.

Það er merkilegt að lesa ummæli Maríu Damanaki, þar sem hún ver þessa stefnubreytingu, m.a.:

„Börn okkar munu fá fisk“

"að yrði ekki breytt um stefnu yrðu aðeins átta af 136 fiskstofnum innan ESB lífvænlegir eftir 10 ár"

„Framseljanlegir kvótar ... ættu að stuðla að fækkun skipa og bæta afkomu útgerða“

 „Á undanförnum áratugum höfum við varið milljónum evra af skattfé almennings til að gera útgerðarmönnum kleift að smíða stærri skip, nú verðum við að verja milljónum evra til að útgerðanna af því að skipin eru úrelt“

 „Eigum við að styrkja þær að eilífu?“

Þetta eru nokkur af þeim ummælum sem María Damanaki hefur látið falla og vissulega eru sum þeirra kunnugleg.

Hér á Íslandu er þó verið að fara þveröfuga leið, stefnt að fiskveiðikerfi sem er nær hinu handónýta og rándýra kerfi er ESB hefur haft undanfarin 28 ár og eru nú búnir að gefast upp á. Það undarlega er þó að sá flokkur sem lengst gengur í því að koma okkur undir vald ESB er annar stjórnarflokkana og stendur að þeirri breytingu.

Hvort rétt og heilbrigt sé að nokkrir einstaklingar í þjóðfélaginu skuli eiga og ráða yfir kvótanum skal ósagt látið. Vissulega hljómar það illa. EN ef það er eina leiðin fyrir því að sjávarútvegurinn sé sjálfbær og ekki rekinn af ríkisstyrkjum, verður svo að vera. Að minnsta kosti hefur ESB komist að því að engin önnur leið sé til að koma þessari starfsemi á sjálfbært level.

Nú hljóta allir evrópukratarnir í ríkisstjórn Íslands að rísa upp og krefjast þess að sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði dregið snarlega til baka. Enda mun það vissulega vera í andstöðu við stefnu ESB.

Eða er kannski hugsað frekar til næstu alþingiskosninga? Vissulega er meiri von um atkvæðin þegar innihaldslaus frasi er hrópaður, en þegar staðreyndir og rökhyggja er notuð.


mbl.is Fiskar brátt aðeins á myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband