Már verður að koma með trúverðuga skýringu

Í undanfara icesave kosningar var því mjög haldið á lofti að erlendar skuldir þjóðarbúsins væru einungis 434 milljarðar og því lítil áhætta að samþykkja icesave. Þetta var eitt af "stóru" rökum stjórnvalda og þeirra sem þeim fylgdu.

Nú hefur komið í ljós að þessar skuldir eru 827 milljarðar! Þarna munar "einungis" 393 milljörðum! Þessar tölur koma frá Seðlabankanum og með ólíkindum að svo mikil skekkja skuli vera í tölum frá þeirri stofnun. Trúverðugleiki Seðlabankans hefur því beðið verulegan hnekk.

Nú er spurningin hvers vegna þessi skekkja kom til? Og hvers vegna svona stór skekkja? Þessum spurningum hlýtur Már Guðmundsson Seðlabankastjóri að svara. Var þetta gert til að hjálpa stjórnvöldum við icesave kosninguna? Það er gjörsamlega útilokað að starfsmenn bankans hafi gert svona stór mistök, en ef svo er þarf vissulega að taka til í stofnuninni. Þar er þá allt fullt af óhæfu fólki!

Þetta vekur einnig spurningu um hæfi Más. Á hann ekki að staðreyna slíkar upplýsingar? Getur hann leift sér að taka við upplýsingum frá undirmönnum sínum og hent þeim hráum fyrir þjóðina? Við erum ekki að tala um einhverjar tilgangslitlar upplýsingar, heldur um skuldatöðu þjóðarbúsins.

Eða tók Már kannski við réttum upplýsingum frá sínum undirmönnum og lagaði þær "aðeins" til fyrir stjórnvöld?!

Í öllu falli verður að finna skýringu á þessu. Már verður að koma fram með trúverðugar skýringar. Á því veltur trúverðugleiki Seðlabankans, bæði hér innanlands og ekki síður erlendis!

Komi Már ekki með slíkar skýringar verður hann að yfirgefa bankann. Við erum ekki í aðstöðu til að hafa í stöðu Seðlabankastjóra mann sem gerir slík mistök og getur ekki komið fram með trúverðuga skýringu á þeim!!

 


mbl.is Skuldir þjóðarbúsins mun hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband