Gagnsæi eða nornaveiðar ?

Gagnsæi er orð sem mikið hefur heyrst eftir hrun. Lítið hefur þó farið fyrir slíku gagnsæi í stjórnkerfinu, þó hæst hafi þó verið galað frá þeirri áttinni í þá átt að gangsæi skuli aukið.

En nú ber öðru við. Einstaklingur er dreginn fyrir dómstóla og ákærandinn telur það vera sitt verk að opinbera öll málsskjöl og til að gera þau enn aðgengilegri er þeim safnað saman á einn stað á netinu og þess vel gætt að allir fái nú örugglega að vita hvernig hægt er að nálgast þann stað. Þá er einnig hægt að sjá þessa síðu og gögn hennar á ensku, svo öruggt sé að erlendir áhugamenn um þetta mál geti fylgst vel með. Þetta er sjálfsagt gert í nafni gagnsæis!

En hverjum þjónar þetta? Hver hefur hag af þessu? Almenningur? Alls ekki og reyndar vandséð hverjum tilgangi þetta þjónar, nema þá sem áróður.

Þannig er að dómsmál fer fram fyrir dómstólum, ekki meðal almennings. Þetta ætti öllum að vera ljóst á Íslandi, eftir frægt Baugsmál sem rekið var að stæðstum hluta í fjölmiðlum ákærða. Sú aðferð skilaði ekki góðum árangri!

Öll gögn sem um þetta mál fjalla eru aðgengileg á vefnum, fyrir þá sem áhuga hafa á að skoða þau. Það er engin ástæða að safna þeim á einn stað og sjá síðan um að allir, örugglega allir, viti hvar þau eru að finna.

Veðsíða saksóknara var tekin til umræðu á Alþingi, enda vandséð hver tilgangur hennar er og vafasamt hvort þetta stenst lög. Auðvitað vafðist forsætisráðherra tunga um tönn, hélt því fram að fyrirspurnin hefði átt að vera til annara en hennar. Þó sagði hún að ef þörf værii á slíkri veðsíðu ætti sakborningur að sjálfsögðu að hafa aðgang að síðunni til að koma sínum sjónarmiðum að. Að jafnræðis skyldi gætt.

Nú segir saksóknari að sakborningi sé heimilt að koma að síðunni. Hefði ekki verið eðlilegra, úr því hún telur svo mikilvægt að halda úti slíkri síðu, að koma þeim skilaboðum til sakbornings áður en síðan var opnuð? Ber saksóknara ekki að gæta jafnræðis í sinni málsmeðferð? Svo má spá í hvernig jafnræði er af því að sakborningur fái að tjá sig á vefsíðu sem er undir stjórn saksóknara.

Þar sem saksóknari Alþingis er einnig ríkissaksóknari er virkilega ástæða til að óttast þessa aðferð hennar. Ætlar hún að sjá til þess að opnuð verði vefsíða um hvert einasta dómsmál sem fyrir ríkissaksóknar kemur? Eða ætlar hún einungis að opna slíkar síður um ákveðin mál? Og hver ætlar að velja hvort málið sé vefsíðu hæft eða ekki? Þetta er ógnvekjandi þróun! 

Gagnsæji er vissulega gott og nauðsynlegt. En það á fyrst og fremst við um stjórnsýsluna. Dómsvaldið á að vera sjálstætt. Við verðum að treysta því að þar sé unnið eftir lögum. Þegar dómur hefur verið kveðinn upp eru dómsorð gefin út. Það er það gagnsæji sem ríkir fyrir dómsvaldinu og það á að vera nóg. Þar að auki eru flest dómsmál rekin fyrir heyrandi hljóði og svo á einnig við um Landsdóm*.

Auðvitað eru dómarar ekki óskeikulir, enda bara menn eins og við hin. Því er ljóst að áróður getur lætt sér inn í hugarheim þeirra, þó við verðum að treysta öllum dómurum til að vinna gegn slíku, svo lengi sem þeir geta. Landsdómur er þó nokkuð frábrugðinn öðrum dómstigum. Dómarar landsdóms eru 15 og einungis er gerð krafa um að 7 þeirra séu eða uppfylli skilyrðum til að vera dómarar í hæstarétti. Hinir 8 (meirihluti) eru kosnir af Alþingi og ekki gerð nein krafa um hæfi þeirra**. Því er ljóst að Landsdómur er mun viðkvæmari fyrir utanaðkomandi áróðri en önnur dómstig.

Það er ljóst að flestir sjá þessi mistök saksóknara Alþingis og ekki annað hægt en að taka undir orð Ingibjargar Sólrúnar, þar sem hún spyr hvort saksóknari hafi tapað áttum. Alþingi, sem er yfir saksóknara þess sett, ætti að sjálf sögðu að láta saksóknara loka síðunnu og það strax. Það er eðlilegast að sú tillaga til þingsins kæmi frá forsætisráðherra. Varla þarf að gera ráð fyrir að stjórnarandstaðan héldi uppi málþófi vegna þeirrar tillögu. Helst mætti reikna með andstöðu þingmanna VG, en varla eru þeir þó svo skyni skroppnir.

Það er einnig spurning hvort saksóknari sé hæfur til að flytja málið eftir þessa uppákomu. Dómgreindarleysi eða pólitísk hugsun litar greinilega hennar störf. Þá er spurning hvort hún hefur ekki einnig fyrirgert trúverðugleik sínum í starfi ríkissaksóknara.

Það er forsemda fyrir því að réttarríki sé í gildi að þeir embættismenn sem sækja eiga fólk til saka séu yfir allan vafa hafnir.

Sigríður Friðjónsdóttir hefur verulega skert eigin trúverðugleik með þessu framferði sínu!

 

(* 12. gr. laga um Landsdóm)

(** 2. gr. laga um Landsdóm)

 


mbl.is Saksóknari tapað áttum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt á þessu að saksóknari Alþingis hefur þegar efasemdir um að hún vinni málið í Landsdómi og er með þessu að tryggja að hún vinni málið fyrir dómstól götunnar.

Ætti ekki líka að taka til endurskoðunar ráðningu hennar í starfs ríkissaksóknara? Ég meina eftir þetta klúður verður ekki annað áliktað en að hæfni hennar til að sinna starfinu hafi verið verulega ofmetið í ráðningarferlinu.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er óhreint mál og andstyggilegt, frá upphafi til enda. Alveg frá byrjun, þegar alþingi var látið kjósa um hverjir skyldu fyrir dóminn. Að Geir einn hafði ekki nægan meðbyr á þingi þá, og skyldi þar af leiðandi saksóttur einn, er skandall.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.6.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Landsdómur er í eðli sínu pólitískur dómstóll. Því er hann úreltur og ekki sæmandi siðaðri þjóð að standa að slíku dómstigi.

Við höfum þokkalega gott dómskerfi í landinu, héraðsdóm og hæstarétt. Þessi dómstig eiga að skera úr um hvort menn gerist sekir um lögbrot. Það sem ekki rúmast undir þeirra verkahring hlýtur því að vera eitthvað annað en lögbrot!

Því hlýtur verk Landsdóms að vera eitthvað annað en að dæma um lögbrot. Verkefni hans hlýtur því að vera að dæma um pólitísk verk. Hvert erum við komin þegar svo er komið?

Þá er lítið eftir að lýðræðinu.

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2011 kl. 08:20

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Steingrímur og Jóhanna hefðu kannski átt að hugsa aðeins fram í tímann þegar þau ákváðu að vekja upp Landsdóm. Vissulega er kannski til of mikils ætlast að þau hugsi fram á við, svo föst eru þau í fortíðinni.

En ef þau hefðu nú hugsað örlítið fram í tímann, áður en þau vöktu upp Landsdóm, þá hefðu þau kannski áttað sig á því að aðrir menn koma á eftir þeim. Það veit enginn hverjir komast til valda þá. Við höfum oft séð úlfa í sauðagærum fyrir kosningar sem henda svo gærunni af sér að kosningum loknum. Nýjasta dæmið eru núverandi stjórnvöld.

Ef þannig úlfar komast til valda eftir næstu kosningar og ef þeir eru andstæðir núverandi ríkisstjórn, hafa Steingrímur og Jóhanna opnað dyr að Landsdóm og víst að þau verði dregin fyrir hann. Næg eru sakarefnin!

Reyndar vil ég sjá þau tvö og reyndar alla ríkisstjórnina dregna fyrir almennan dómstól og þau látin svara til saka um þau lögbrot sem þau hafa framkvæmt. Brot á stjórnarskrá eru nokkur og brot á landslögum einnig. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að ríkisstjórnin hefur að minnsta kossti tvisvar svarað dómi Hæstaréttar með því að fara kringum dóminn með eftirásettum lögum!

Því eiga þau og öll ríkisstjórnin mun frekar erindi fyrir héraðsdóm og síðan Hæstarétt, en Landsdóm.

Eftir sem áður hafa Steingrímur og Jóhanna auðveldað þeim sem eftir þeim koma að nýta sér Landsdóm í annarlegum tilgangi.

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2011 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband