Telur SJS sig verðann í væntanlegann stól fjármálaráðherra ESB ?

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu hefur lagt til að stofnað verði fjármálaráðuneyti ESB.

Þetta er auðvitað í takt við þá þróun sem verið hefur innan ESB á síðustu misserum, eftir að Lissabon sáttmálinn tók gildi. ESB hefur þegar fengið eiginn þjóðhöfðingja, þó sá maður sé nú frekar ræfilslegur að sjá, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra. Hví þá ekki fjármálaráðherra?

Trichet lagði til að komið yrði á fót fjármálaráðuneyti evru-svæðisins sem tæki að sér afskipti af innri málum þeirra ríkja sem uppfylltu ekki skilyrði myntsamstarfsins. Hann taldi að slíkt sameiginlegt fjármálaráðuneyti þyrfti ekki að kosta mikið en því bæri að fylgjast bæði með ríkisfjármálum og samkeppnishæfni evru-ríkjanna. Það ætti að hafa rétt til afskipta af innri málefnum ríkja sem þyrftu neyðarlán. (úr frétt á EV)

Þetta sýnir vel hugsanahátt þeirra sem telja sig besta til að höndla framtíð Evrópu, þeirra manna sem telja sjálfa sig æðri almenning og eru nú komnir með tögl og haldir innan ESB. Ekki er að efa að á mannin verður hlustað af þeim sem stjórna ESB klíkunni.

Ef af verður, sem mestar líkur eru á, er verið að reka enn einn naglann í smíði Stórríkis Evrópu. Því markmiði er leynt og ljóst verið að vinna að. Þegnar Evrópu fá engu um það ráðið lengur, allar ákvarðanir eru teknar af mönnum sem telja sig æðri öðrum.

Til eru þeir Íslendingar sem vilja ganga í þetta Stórríki. Þeir heyra ekki eða vilja ekki heyra neitt óþægilegt. Það er skellt skollaeyrum við sannleikanum og einungis hlustað á eigin pólitísku "rétthugsun". Þó öll teikn sé um að verið sé að mynda eitt ríki Evrópu, þó vandræði margra Evrópuríkja sem eru innan ESB, sérstaklega þeirra sem eru innan evrusamstarfsins, séu gígatísk, þó ljóst sé að svokallaðir hjálparpakkar sem ESB færir þeim ríkjum sé í raun hefndargjöf, þrátt fyrir að mótmæli í borgum Evrópu séu orðin daglegt brauð og þó vafasant sé að evran muni lifa af þær hremmingar sem hún nú býr við, eru enn til einstaklingar hér á landi sem vilja undirgangast þessi ósköp. Þeir vilja ganga í ESB og þeir vilja taka upp evru, ef hún verðu þá ennþá til! Til þessa eru þessir einstaklingar tilbúnir að fórna öllu. Það er engin rökhugsun hjá þessu fólki!

Það er spurning hvort hinn sterki vilji Steingríms Jóhanns til að ganga í þetta Stórríki sé sprottið af þeirri grillu að hann telji sig kannski eiga erindi í stól fjármálaráðherra Evrópu. Að minnsta kosti telur hann engann Íslending sér hæfari til að sjá um buddu Íslands, þó allir aðrir sjái hversu illa hann hefur passað hana. 

Reyndar myndi Steingrímur falla vel að hugmyndum Trichet. Hann er ódýr á fóðrum, miðað við hákarlana í bákni ESB. Hann er góður í að vaka yfir misgjörðum annara og ætti auðvelt með að halda hrammi sínum yfir ríkisstjórnum leppríkja Stórríkis Evrópu. Vandamálið er einungis sú saga sem hann skilur eftir sig sem fjármálaráðherra Íslands, hún mun sannarlega koma í veg fyrir að hann hreppi embættið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband