Eru fiskveiðifrumvörpin lögð fram til þess eins að búa í haginn fyrir næstu kosningar ?
3.6.2011 | 08:06
Þetta eru skuggalegar niðurstöður sem útvegsmenn í Vestmanneyjum og á Austurlandi kynna. Meðan stjórnvöld koma ekki með trúverðuga útreikninga sem sýna annað, er ekki annað hægt en trúa þessum tölum.
Það kemur Ólínu Þorvarðardóttur, formanns sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar, að útvegsmenn "reyni að reikna sig til þessarar niðurstöðu". Það kemur hins vegar mjög á óvart að stjórnvöld skuli ekki einu sinni reyna að koma fram með einhverjar tölur sem sýna hagnaðinn af frumvörpunum.
Án þess að ætla að taka afstöðu til þessara frumvarpa ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórnun, þá er merkilegt að ekki skuli neinir útreikningar um áhrif þeirra liggja fyrir. Einungis pólitísk hugsun liggur að baki. Það er hættulegt og alveg á kristaltæru að þjóðfélagið þolir ekki að pólitísk "rétthugsun" ráði því hvernig farið er með fjöregg okkar Íslendinga.
Sumarið í fyrra fór allt í að komast að samkomulagi um framtíð fiskveiðistjórnunar. Til þess var stofnuð nefnd fulltrúa allra flokka á þingi auk fulltrúa hagsmunaaðila. Formaður nefndarinnar var Björn Valur Gíslason, VG.
Niðurstaðan lá fyrir í haust en ekkert var gert með þá niðurstöðu. Í allan vetur hefur ríkisstjórnin haft þetta mál hjá sér og loks undir lok þingsins komu fram tvö frumvöp. Svo seint komu þau fram að beyta burfti afbrigðum til að hægt væri að leggja þau fyrir þingið.
Þegar svo langur tími fer í að búa til frumvarp hefði maður haldið að viðamiklir útreikningar lægju fyrir um áhrif þeirra, en því var ekki að heilsa, enda vart hægt að reikna með að núverandi ríkisstjórn hafi getu til slíkra verka. Þó er ljóst að það samkomulag sem gert var í fyrra sumar liggur ekki til grundvallar frumvörpunum.
Getur verið að allur þessi dráttur og samvinnuleysi við hagsmunaaðila um þetta mál, sé vegna þess að stjórnarflokarnir séu að búa sér gott deilumál fyrir næstu kosningar? Getur virkilega verið að ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkana séu virkilega svo skyni skroppnir, að þeir ætli að taka fjöregg þjóðarinnar og kasta því upp í loftið til þess eins að vinna sér í haginn fyrir kosningaslag?
Það er margt sem styður þessa hugsun. Sá mikli dráttur sem á málinu hefur orðið, einstefna stjórnvald í málinu og vanbúin frumvörp, yfirlýsingar stjórnarþingmanna um frumvöpin en þeir eru ekki einu sinni ósammaála um málið sín á milli, heldur eru sumir þeirra ekki samkvæmir sjálfum sér, segja eitt á hádegi en annað um kvöldið. Þá er þetta einstaklega kosningavænt mál. Það er heppilegt til lýðskrums.
Vissulega hafa stjórnarflokkarnir brennt flestar brýr að baki sér og ljóst að svik þeirra við kjósendur munu koma í bakið á þeim. Það er þó takmarkað hversu langt er hægt að ganga, til þess eins að reyna að halda völdum.
Dökk mynd dregin upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.