Virðing Alþingis

Virðing Alþingis byggist fyrst og fremst á því fólki velst þangað inn og framferði þess.

Eftir bankahrunið hefur verið kallað eftir aukinni virðingu þessarar æðstu stofnunar landsins. Lítið hefur orðið ágengt og engu líkara en sú litla virðing sem Alþingi hafði þó, sé að hverfa.

Stjórnvöld hverjum tíma eru og eiga að vera leiðandi á Alþingi. Því miður hafa núverandi stjórnvöld staðið sig mjög illa á þessu sviði, foringjaræði er alls ráðandi innan stjórnarflokkana og sýkir það Alþingi verulega. Þá skiptir meiru máli fyrir formenn stjórnarflokkana að vita HVAÐAN tillögur til úrbóta koma, frekar en INNIHALD þeirra. Þá er formönnum stjórnarflokkana einkar einlægt að taka allri gagnrýni, hversu málefnaleg sem hún er, illa. Gjarnan er þá gripið til gífuryrða og skítkasts.

Nú undanfarið hefur þó keyrt um þverbak og málflutningur formanna stjórnarflokkana minnt nokkuð á fræg ummæli Mariu Antoniette, þegar henni var sagt að fólkið ætti ekki fyrir brauði, þá spurði hún hvort það gæti ekki bara borðað kökur.

Stjórnarandstaðan er máttlaus, einkum vegna þess að svo auðvelt er að bendla marga þeirra við svindlið og svínaríið fyrir hrun. Formaður stæðsta stjórnarandstöðuflokksins ákvað að fylgja frænda sínum og viðskiptafélaga í undanfara kosningar um icesave. Þetta gerði þann flokk vængbrotinn á báðum. Framsókn hefur þó staðið fast á sínum málum, þó vissulega séu enn draugar innan þeirra raða. Einhverra hluta vegna ná þeir þó ekki að auka fylgi sitt.

Þingmenn kvarta undan gagnrýni sem þeir verða fyrir, einkum stjórnarþingmenn. Það er eins og þetta fólk átti sig ekki á að það er á Alþingi fyrir þjóðin og þeirra verk sé að vinna að hag hennar. Það áttar sig ekki á að þegar það velur sér þetta starf eru það um leið orðið obinberar persónur með öllu sem því fylgir, sérstaklega gagnrýni. Það áttar sig ekki á að gagnrýnin skapast vegna óánægju þjóðarinnar! Það er ekki eitthvað "þægilegt og vel launað skrifstofustarf" að vera þingmaður, þ.e. ef menn ætla að vinna sína vinnu af heilindum.

Nú hefur þjóðin tekið tvisvar fram fyrir hendur starfandi Alþingis. Vaninn er að þegar slíkt gerist þá víki þingið.

Það er spurning hvort fólkið í landinu, þetta "venjulega",  þurfi ekki að taka eina ferðina enn fram fyrir hendur Alþingis, í þetta sinn til að senda þingmenn heim.

En það er lítið gagn af því ef sama fólk er svo kosið aftur á þing. Þá kemur að þjóðinni að sjá til að nýtt og vænlegra fólk verði í framboði. Þetta er hægt að gera með beinum afskiptum af stjórnmálaflokkum.

Það er ljóst að flestir kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja ekki sjá fólk eins og Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Guðlaug Þór, Tryggva Þór og fleiri þingmenn flokksins er tóku svo afgerandi þátt í hina spillta viðskiptalífi fyrir hrun, á þingi. Það er kjósenda flokksins að sjá til þess að þetta fólk komist ekki í framboð.

Jóhanna, Össur og Björgvin voru í lykilstöðum fyrir hrun, en nýttu ekki. Össur er þar að auki uppvís af þáttöku í hinu spillta viðskiptalífi fyrir hrun. Þá eru margir þingmenn Samfylkingar í þeirri stöðu að eiga ekkert erindi á þing, bæði vegna starfa sinna þar og einnig vegna fyrri verka. Það er kjósenda Samfylkingar að sjá til þess að það fólk komist ekki í framboð.

Steingímur, Björn Valur og Árni Þór hafa staðið í fylkingarbrjóst þeirra svika sem VG hefur gert sínum kjósendum. Fleiri þingmenn flokksins hafa verið þeim dygg stoð í þessum svikum. Þá eru innan raða þingmanna VG fólk sem hefur skítugar hendur spilltra viðskipta, ein þeirra var um tíma ráðherra. Það er kjósenda VG að sjá til þess að þessir þingmenn komist ekki í framboð.

Innan Framsóknar eru enn draugar, þó sá flokkur hafi gengið lengst í uppstokkun eftir hrun. Það er kjósenda Framsóknarflokks að sjá svo um að það verk, sem byrjaði vel, verði klárað og draugunum úthýst af framboðslistum.

Það er í valdi kjósenda að skipta út óhæfu fólki af þingi og fá í staðinn fólk sem vinnur landi og þjóð allt til heilla. Það er á valdi kjósenda að virðing Alþingis verði endurheimt.

Til þess að það megi verða, verður þjóðin þó að taka fram fyrir hendur Alþingis, í þriðja sinn á þessu kjörtímabili. Í þetta sinn til að senda þingmenn heim, svo hægt verði að velja hæft fólk í staðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband