Blinda Steingríms !!
19.5.2011 | 19:28
Steingrímur segist stoltur yfir því hverjir beri byrgðar bankahrunsins. Hann er stoltur yfir því að fólk eigi ekki fyrir mat eða húsaskjóli!!
Það er oft þannig um þá sem blindast af einhverju, að þeir verða stoltir þá einungis þegar þeir telja sig hafa komið höggstað á sem þeir blindast af. Skiptir þar einu hver áhrif þeirra aðgerða er á þá sem þeir eiga að standa vörð um, í þessu tilfelli fólkið í landinu.
Eitt af "afrekum" núverandi ríkisstjórnar er að gera skattaumhverfi enn flóknara en áður var, eftir áralanga leið einföldunar þess. Þá hafa stjórnvöld fjölgað skattstofnum mjög, svo mjög að vart er til sá hlutur eða verk sem ekki er skattlagt og það ríflega. Og þeir skattstofnar sem fyrir voru eru nýttir enn betur en áður og þungi þeirra aukist verulega.
Steingrímur fullyrðir að þessar breytingar hafi ekki leitt til aukinnar skattbyrgði. Þá niðurstöðu fær hann vegna þess að tekjur ríkissjóðs "haldi sjó". En þar liggur hundurinn grafinn, tekjur halda sjó, eru svipaðar og áður. En að baki þessara tekna ríkissjóðs liggja mun færri fyrirtæki en áður og verulega færri vinnandi hendur.
Nærri þrír tugir landsmanna er annað hvort flutt úr landi eða á atvinnuleysisbótum. Þetta fólk borgar ekki til samneyslunnar. Þeir sem eftir eru í landinu og hafa vinnu hafa margir eða flestir þurft að taka á sig tekjulækkun, sumir allt að 30%.
Fjöldi fyrirtækja hefur farið á hausinn, önnur eru í eigu banka, enn önnur hafa flúið land og þau sem eftir sitja og eru þokkalega rekin þora ekki að fjárfesta í neinu af ótta við það umhverfi sem stjórnvöld hafa búið þeim og halda því í horfinu, jafnvel þó þau gætu eflt sig verulega.
Því sér hver heilvita maður að ef tekjur ríkissjóðs "halda haus" hlýtur það að þýða verulega aukna skattbyrgði á þeim sem enn eru þeim megin við línuna að greiða skatta. Því hlýtur þessi lína hafa lækkað verulega!!
Blinda Steingríms er sú að hann sér ekkert annað í stöðunni en að breyta því sem fyrri stjórnvöld hafa gert, hvort sem það er til góðs eða ills. Það verður að breyta því sem Sjálfstæðisflokkur hefur hugsanlega átt hlut að, jafnvel þó staðreyndir segi annað og jafnvel þó hann sjálfur hafi verið aðili að þeim breytingum í fyrra starfi ráðherra!
Þegar stjórnmálamenn eru haldnir slíkri blindu, að geta ekki greint á milli góðs og ills, heldur skoði hlutina út frá því hvaðan hugmyndir koma og dæma þær eftir því, eiga þeir að yfirgefa Alþingi, áður en blinda þeirra skaðar land og þjóð.
Það sjá allir að aukin skattbyrgði mun leiða hörmungar yfir landið, en blinda Steingríms leifir honum ekki að viðurkenna þá staðreynd. Hún er eignuð hægriöflum í hans huga og því óaðgengileg. Því heldur hann áfram með þjóðina fram af hengifluginu eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Blindni Steingríms segir honum að betra sé að hefta land og þjóð í alger höft fátæktar og hörmunga, til þess eins að varna því að hugmyndir sem hann telur vera komnar frá "hægri" komist að.
Maðurinn er sjúkur, fársjúkur!!
Ólík sýn á skattkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð grein og svo sönn!
Sumarliði Einar Daðason, 19.5.2011 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.